Fara í innihald

Leeuwin-straumurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd af Leeuwin-straumnum unnin upp úr tvenns konar gervitunglagögnum (sjávarhraði og hitastig).

Leeuwin-straumurinn er hlýr hafstraumur sem streymir í suður eftir vesturströnd Ástralíu. Hann fer fyrir Leeuwin-höfða inn á Stóra-Ástralíuflóa þar sem áhrifa hans gætir allt til Tasmaníu. Vestur-Ástralíustraumurinn (sem er utar) og Suður-Ástralíugagnstraumurinn (sem er innar) renna í öfuga átt við hann.

Styrkur Leeuwin-straumsins er breytilegur eftir árstíma. Hann er veikastur yfir sumarmánuðina frá nóvember til mars þegar vindar blása frá suðri til norðurs, en sterkastur á haustin og veturna, öfugt við Vestur-Ástralíustrauminn.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.