Kúrilstraumurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hringiður myndast þar sem Kúrilstraumurinn mætir Japansstraumnum

Kúrilstraumurinn er kaldur hafstraumur sem rennur suður meðfram norðurhluta Japans þar sem hann mætir Japansstraumnum. Einkenni hans eru mjög næringarríkur sjór sem skapar ein auðugustu fiskimið jarðar, og mikil sjávarföll með allt að tíu metra mun á flóði og fjöru. Hann gerir það líka að verkum að Vladivostok er syðsta hafnarborg norðurhvels jarðar sem þarf reglulega á ísbrjótum að halda til að halda höfninni opinni.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.