Lomonosovstraumurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lomonosovstraumurinn er djúpsjávarstraumur við miðbaug í Atlantshafi. Straumurinn er 200 km breiður og 150 m djúpur og streymir til austurs frá Brasilíu við 5°N og að Gíneuflóa við 5°S.

Straumurinn uppgötvaðist árið 1959 í rannsóknarleiðangri úkraínska rannsóknarskipsins Mikhail Lomonosov. Hann var nefndur eftir rússneska vísindamanninum Míkhaíl Lomonosov.