Fara í innihald

Irmingerstraumurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Irmingerstraumurinn er hafstraumur suðvestur af Íslandi. Irmingerstraumurinn er grein af Norður-Atlantshafsstraumnum sem snýr til vesturs við Ísland og síðan til norðurs eftir vesturströnd landsins þar sem hann blandast við Austur-Grænlandsstrauminn og sveigir til suðurs. Irmingerstraumurinn ber hlýjan, saltan sjó frá Golfstraumnum inn í Grænlandssund og norður fyrir Ísland með minni grein sem heitir Austur-Íslandsstraumurinn.

Straumurinn dregur nafn sitt af danska flotaforingjanum Carli Irminger (1802-1888).

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.