Asóreyjastraumurinn
Útlit
Asóreyjastraumurinn er hlýr hafstraumur sem rennur í austur til suðaustur frá Nýfundnalandi til Asóreyja. Hann verður til þegar Golfstraumurinn kvíslast við Miklabanka. Suðurkvíslin verður þá Asóreyjastraumurinn en norðurhlutinn verður hluti af Atlantshafshringstraumnum.