Hraðbraut

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hraðbraut getur líka átt við Menntaskólann Hraðbraut
Gatnamót við M7 hraðbrautina á Írlandi.

Hraðbraut er þjóðvegur sem er hannaður fyrir öruggan hraðakstur vélknúinna ökutækja með því að fjarlægja öll samlæg gatnamót. Það eru því engin gatnamót á hraðbraut, aðeins aðreinar og afreinar. Hraðbrautir eru venjulega með að minnsta kosti tvær akreinar í báðar áttir og samfellt vegrið. Hraðbrautir eru oft valkostur við annað þjóðvegakerfi og oft þarf að greiða vegtoll ýmist þegar ekið er inn á eða út af hraðbraut. Algengur hámarkshraði á hraðbraut er á milli 100 og 150 km/klst.

Hönnun[breyta | breyta frumkóða]

Hraðbrautir hafa engin gatnamót við aðrar götur né lestarteina. Interstate brúin á milli Oregon og Washington er þó eitt dæmi um þar sem ökumenn þurfa að bíða eftir skipaumferð.

Gatnamót hraðbrauta eru hönnuð á þann veg með undirgöngum eða brúm. Göngustígar við hraðbrautir fara jafnframt um undirgöng og brýr. Þessi gatnamót eru gerð með útskoti lengst til hægri sem ætluð er ökumönnum sem ætla að beygja á næstu götu eða fara inn á hraðbrautina.

Hraðbrautir eru hannaðar fyrir meiri hraða ökutækja en gengur og gerist á götum. Hraðbrautirnar hafa meiri fjölda upplýsingamerkja en venjulegar götur svo að ökumenn átti sig strax á hvert akreinin liggur. Skilti sem sýna hvar séu gatnamót yfir á næstu götu eru oft sett í nokkra kílómetra fjarlægð.

Þversnið[breyta | breyta frumkóða]

Þversnið af hraðbraut með vegamerkingum.

Tveggja akreina hraðbrautir, sem eru oft óaðskildar eru byggðar þegar umferðarþungi er lítill og hægrireglan er lítið notuð. Í sumum tilfellum eru tveggja akreina hraðbrautir byggðar til að auðvelda breytingu þeirra yfir í fjögurra akreina hraðbraut í aðra áttina. Hraðbrautir eru ýmist með tvær akreinar en allt að 16 eða fleyri alls.

Flestu akreinarnar á hraðbraut er að finna í Missiauga, Ontario þar sem hraðbraut 401 með aðreinum sínum hefur 18 akreinar á þeim kafla þar sem gatnamót eru við hraðbraut 403 og hraðbraut 427. Svipað kerfi er notað í San Diego, Kaliforníu á alríkisvegi 5.

Þessar hraðbrautir nota aðreinar til að aðgreina umferð sem liggur um svæðið frá þeim sem eru að beygja út af hraðbrautinni. Jafnframt eru til sérstakar akreinar fyrir bíla með marga farþega til að hvetja fólk að deila saman með sér bíl.

Fyrir utan tveggja akreina hraðbrautir er eyjur sem aðgreina umferð í gangstæðar áttir. Þessi eyja getur verið graslötur eða vegrið. Oft eru þessar tvær lausnir notaðar á sömu hraðbrautinni á þann hátt að þar sem rými fyrir hraðbrautina er takmarkað eru vegrið frekar notuð.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta hraðbrautin var byggð í Berlín. Vegurinn var vegatollskildur og var lagður 1912 og opnaður 1921. Í dag er vegurinn hluti af E51 og hluti af Autobhan hraðbrautar neti Þýskalands.

Ástralía[breyta | breyta frumkóða]

Hraðbrautir eru í Ástralíu við borgirnar Sydney, Melbourne, Brisbarne og Perth. Einu stórborgirnar sem eru tengdar með hraðbraut eru Sydney og Canberra en áform eru um að tengja Sydney við Melbourne og Brisbane með hraðbraut. Í Ástralíu tíðkast að vegaxlir hraðbrauta séu opnar hjólreiðafólki. Fyrir vikið eru vegaxlir í Ástralíu breiðari en tíðkast annarstaðar.

Danmörk[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta hraðbrautin í Danmörku var opnuð 23. janúar 1956 á milli Jægersborg og Brådebæk, rétt norðan við Kaupmannahöfn. Hraðbrautir í Danmörku voru lengi merktir sem H vegir, en eftir að ríkið gekk í Evrópusambandið voru þeir allir endurmerktir sem E vegir eins og í öðrum ríkjum sambandsins.

England[breyta | breyta frumkóða]

Varnarmálaráðuneyti Bretlands gaf út skýrslu 1946 sem takmarkaði bíla á ákveðnum vegum. Þessar takmarkanir tóku gildi með lögum 1949. Fyrsta hraðbrautin í Englandi var opnuð 1958 og kallaðist "M6 Preston Bypass". Frá þeim tímapunkti voru margar hraðbrautir byggðar til ársins 1980 og allar voru þær merktar sem M-vegir. Árið 1986 var opnaður hringvegur í kringum London og árið 1996 hafði heildarlengd hraðbrauta í Englandi náð 3.000 km.

Ísland[breyta | breyta frumkóða]

Á Íslandi er engin löggjöf um hraðbrautir og eru því engir vegir skilgreindir sem slíkir. Hins vegar fer svokölluðum tvöföldum vegum fjölgandi á Suðvesturlandi. Af þeim er Reykjanesbraut hvað líkust hraðbrautum og er stundum rætt um að færa hana upp um flokk. Vegagerðin vinnur að því að fjölga vegriðum á brautinni en ekki hefur verið vilji til að hækka hámarkshraða þar.

Japan[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta hraðbrautin í Japan var opnuð 1963 á milli Tókýó og Osaka.

Svíþjóð[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta hraðbrautin í Svíþjóð var opnuð 1953 á milli Malmö og Lund.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]