Lúxemborg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir yfirlit yfir aðrar merkingar „Lúxemborg“
Grand-Duché de Luxembourg
Großherzogtum Luxemburg
Groussherzogtum Lëtzebuerg
Fáni Lúxemborgar Skjaldamerki Lúxemborgar
(Fáni Lúxemborgar) (Skjaldarmerki Lúxemborgar)
Kjörorð: Mir wëlle bleiwe wat mir sinn
(þýðir bókstaflega: Við viljum vera það sem við erum; Raunveruleg merking: við viljum vera sjálfstæð)
Þjóðsöngur: Ons Heemecht
Staðsetning Lúxemborgar
Höfuðborg Lúxemborg
Opinbert tungumál lúxemborgíska, franska og háþýska
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn
Hinrik af Lúxemborg
Xavier Bettel

Sjálfstæði

 

 - - Lýst yfir 1835 
 - - Viðurkennt 11. maí 1867 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
179. sæti
2.586,4 km²
0,6
Mannfjöldi
 • Samtals (2014)
 • Þéttleiki byggðar
170. sæti
549.680
213/km²
VLF (KMJ)
 • Samtals
 • á mann
áætl. 2012
42,225 millj. dala (94. sæti)
79.785 dalir (2. sæti)
Gjaldmiðill evra (€)
Tímabelti UTC+1 (UTC+2 á sumrin)
Þjóðarlén .lu
Landsnúmer 352

Stórhertogadæmið Lúxemborg er landlukt smáríki í Vestur-Evrópu. Það á landamæriFrakklandi í suðri, Þýskalandi í austri og Belgíu í vestri og norðri. Lúxemborg hefur í aldanna rás tilheyrt ýmsum konungs- og keisaradæmum en fékk ásamt Belgíu sjálfstæði frá Hollendingum að loknum Napóleonsstyrjöldunum árið 1815. Landið öðlaðist þó ekki viðurkenningu á alþjóðavettvangi fyrr en árið 1838. Lúxemborgarbúar þurftu að þola hernám Þjóðverja í bæði fyrri og seinni heimsstyrjöld. Lúxemborg gerðist stofnaðili að bæði Sameinuðu þjóðunum og NATO og síðar Efnahagsbandalagi Evrópu.

Tollabandalag Lúxemborgar, Hollands og Belgíu, svokallað BeNeLux-samband, var vísir að Kola- og stálbandalagi Evrópu, sem seinna varð Efnahagsbandalag Evrópu og loks Evrópubandalagið, en það er nú uppistaðan í Evrópusambandinu. Í Lúxemborg hefur smám saman vaxið upp ein öflugasta fjármálamiðstöð heims, en sú starfsemi er helsta tekjulind landsmanna auk nokkurra stálsmiðja í norðanverðu stórhertogadæminu.

Lúxemborg lék stórt hlutverk í ævintýralegri sögu Loftleiða þegar ríkið var næstum hið eina sem leyfði Loftleiðavélum að lenda á flugvelli sínum en í landinu var ekkert ríkisflugfélag starfandi sem hefði getað tapað á samkeppni við Loftleiðir í Ameríkufluginu. Loftleiðir settu aftur á móti stórt strik í reikning flugfélaga á borð við SAS, Lufthansa og önnur ríkisrekin flugfélög í Evrópu með því að bjóða flugferðir til Norður-Ameríku á mun lægra verði en áður hafði þekkst.

Neðanmálsgreinar[breyta]

Tenglar[breyta]