Rússneska rétttrúnaðarkirkjan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dómkirkja Krists lausnara í Moskvu.

Rússneska rétttrúnaðarkirkjan (rússneska: Ру́сская правосла́вная це́рковь Rússkaja pravoslavnaja tsjerkov), líka þekkt sem patríarkatið í Moskvu, er ein af sjálfstæðum kirkjudeildum réttrúnaðarkirkjunnar. Höfuð kirkjunnar er patríarkinn í Moskvu sem nú er Kírill patríarki. Kirkjan er opinberlega sú fimmta í tignarröð grískra rétttrúnaðarkirkja, á eftir Konstantínópel, Alexandríu, Antíokkíu og Jerúsalem. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan rauf einhliða tengsl sín við kirkjuna í Konstantínópel eftir að sú síðarnefnda samþykkti stofnun sjálfstæðrar rétttrúnaðarkirkju í Úkraínu árið 2018.

Rússneska rétttrúnaðarkirkjan rekur uppruna sinn til ársins 988 þegar Valdimar gamli af Kænugarði var skírður. Kirkjan var biskupsdæmi í grísku kirkjunni í Konstantínópel næstu aldirnar. Heilagur Pétur af Moskvu flutti biskupsstólinn frá Kænugarði til Moskvu árið 1325. Við fall Konstantínópel varð Moskvukirkjan í reynd sjálfstæð. Í valdatíð Borisar Godúnovs fékk kirkjan sinn eigin patríarka. Pétur mikli lagði patríarkatið niður árið 1700. Það var endurreist árið 1917.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.