Evrópubandalagið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Evrópubandalagið (skammstafað EB) var upphaflega bandalag stofnað með undirritun Rómarsamningsins (25. mars 1957) en hét þá Efnahagsbandalag Evrópu (skammstafað EBE). Nafninu var síðar breytt í Evrópusambandið með Maastrictsamningnum 1992. Stofnanir Evrópubandalagsins hafa frá 1965 einnig náð yfir Kola– og stálbandalag Evrópu (lagt niður 2002) og Kjarnorkubandalag Evrópu og þessi þrjú bandalög saman hafa síðan 1978 gengið undir nafninu Evrópubandalögin eða jafnvel bara Evrópubandalagið. Með Maastrichtsamningnum var EB gert að „fyrstu stoð“ Evrópusambandsins, sem þá var sett á stofn. EB stoðin er sú mikilvægasta af þremur stoðum Evrópusambandsins en margar stofnanir EB, t.d. ráðherraráðið og framkvæmdastjórnin, breyttu nöfnum sínum þannig að þær væru frekar kenndar við Evrópusambandið þó að það sé ekki ennþá sjálfstæður lögaðili og verði það ekki fyrr en Stjórnarskrá Evrópusambandsins verður samþykkt í öllum aðildarríkjum þess. Þegar og ef stjórnarskráin tekur gildi munu stoðirnar þrjár renna saman í eitt, Evrópusambandið verður þá lögaðili og Evrópubandalagið lagt niður.

Söguleg uppbygging ESB