Skotland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Scotland (enska/lálenska)
Alba (gelíska)
Fáni Skotlands Skjaldarmerki Skotlands
(Fáni Skotlands) (Skjaldarmerki Skotlands)
Kjörorð: Nemo me impune lacessit
(latína: Enginn særir mig refsilaust)
Kort sem sýnir staðsetningu Skotlands í Evrópu
Kort sem sýnir staðsetningu Skotlands í Bretlandi
Kort sem sýnir staðsetningu Skotlands á Bretlandi
Opinbert tungumál enska,
gelíska,
lálenska
Höfuðborg Edinborg
Stærsta borgin Glasgow
Forsætisráðherra Alex Salmond
Flatarmál
 - Samtals
 - % vötn
2. sæti í Bretlandi
78,772 km²
1.9%
Fólksfjöldi
 - Samtals (2012)
 - Þéttleiki byggðar
2. sæti í Bretlandi
5.313.600
68/km²
Stofnun Kenneth MacAlpin, 843
Gjaldmiðill Sterlingspund (£) (GBP)
Tímabelti UTC, Sumartími: UTC +1
Þjóðsöngur Flower of Scotland
(de facto)
Þjóðarblóm Þistill
Verndardýrlingur Heilagur Andrés
Rótarlén .uk
Landsnúmer 44

Skotland (gelíska: Alba) er land í vestur Evrópu og næststærsti hluti Bretlands (hinir hlutarnir eru England, Wales og Norður-Írland). Það hefur eigið þing og heimastjórn frá árinu 1999. Í fornu máli íslensku var Skotland nefnt Írland hið minna.

Skotland var sjálfstætt konungsríki þar til það gekk í konungssamband við England og Írland þegar Jakob 6. Skotakonungur tók við af Elísabetu 1. árið 1603. Skoska þingið var lagt niður 26. mars 1707 og Skotland var formlega sameinað Bretlandi með bresku sambandslögunum 1. maí sama ár þegar Breska konungdæmið var stofnað með eitt þing í Westminster í London. Skoska þingið var svo endurreist í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1999. Það hefur þó ekki völd í utanríkismálum.

Íþróttin golf er upprunnin í Skotlandi.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.