Króatía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Republika Hrvatska
Fáni Króatíu Skjaldamerki Króatíu
(Fáni Króatíu) (Skjaldarmerki Króatíu)
Kjörorð: ekkert
Þjóðsöngur: Lijepa naša domovino
Staðsetning Króatíu
Höfuðborg Zagreb
Opinbert tungumál króatíska
Stjórnarfar Lýðveldi
Kolinda Grabar-Kitarović
Zoran Milanović
Evrópusambandsaðild 1. júlí 2013
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
126. sæti
56.594 km²
1,09
Mannfjöldi
 • Samtals (2011)
 • Þéttleiki byggðar
128. sæti
4.284.889
76/km²
VLF (KMJ)
 • Samtals
 • á mann
áætl. 2014
80,620 millj. dala (78. sæti)
18.314 dalir (57. sæti)
VÞL (2012) Green Arrow Up.svg 0.805 (47. sæti)
Gjaldmiðill kuna (HRK)
Tímabelti UTC +1 (UTC +2 á sumrin)
Þjóðarlén .hr
Landsnúmer +385

Króatía er land á Balkanskaga í Suðaustur-Evrópu. Landið á strönd að Adríahafi og landamæriSlóveníu og Ungverjalandi í norðri, Serbíu í austri og Svartfjallalandi á örstuttum kafla allra syðst. Króatía á einnig landamæri að Bosníu og Hersegóvínu en hún umlykur það land að mestu. Höfuðborg og stærsta borg Króatíu er Zagreb. Landið skiptist í 20 sýslur og Zagreb. Flestir íbúar eru rómversk-kaþólskir. Króatíska er opinbert tungumál landsins

Í fornöld var landið hluti af Illyríu og síðan rómverska skattlandinu Dalmatíu. Króatar numu þetta land snemma á 7. öld en deilt er um það hvaðan þeir komu. Á miðöldum voru þar tvö hertogadæmi undir keisaranum í Konstantínópel, Pannónía og Dalmatía. Á 9. öld gerðust króatar kristnir og konungsríkið Króatía var stofnað um árið 925 en þetta ríki gekk í konungssamband við Ungverjaland árið 1102. Landið varð fyrir árásum frá Tyrkjaveldi í austri og Feneyska lýðveldinu í vestri. Á 16. öld varð það hluti af ríki Habsborgara og síðar Austurríki-Ungverjalandi. Eftir Fyrri heimsstyrjöld lýsti króatíska þingið yfir sjálfstæði og ákvað síðan að gerast hluti af Júgóslavíu. Þegar Þjóðverjar og Ítalir lögðu Júgóslavíu undir sig í Síðari heimsstyrjöld var leppríki nasista stofnað í Króatíu en hlutar Dalmatíustrandarinnar voru hernumdir af Ítölum. Eftir stríð varð Króatía eitt af fylkjum sósíalíska sambandsríkisins Júgóslavíu. Króatía lýsti yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu 1991 eftir að borgarastyrjöldin í Júgóslavíu hófst. Sjálfstæðisstríð Króatíu stóð í fjögur ár og lauk með sigri króata árið 1995. Króatía gerðist aðili að Atlantshafsbandalaginu árið 2009 og Evrópusambandinu árið 2013.

Króatía er hátekjuland með háa lífsgæðavísitölu. Tveir þriðju vergrar landsframleiðslu liggja í þjónustugeiranum. Iðnframleiðsla er aðallega bundin við skipasmíðar, matvælaframleiðslu, lyfjaframleiðslu, upplýsingatækni, líftækni og timbur. Króatía er líka vinsælt ferðamannaland. Frá aldamótunum 2000 hefur Króatía fjárfest verulega í hraðbrautum og járnbrautum sem tengja landið við stofnbrautakerfi Evrópu. Sjö alþjóðaflugvellir eru í Króatíu, í Zagreb, Zadar, Split, Dubrovnik, Rijeka, Osijek og Pula.

Ísland varð fyrst til að viðurkenna sjálfstæði Króatíu árið 1991.

Tenglar[breyta]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.