Evra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Evra
ευρώ
Merki evrunnar
LandFáni ESB Evrusvæðið
Skiptist í100 sent
ISO 4217-kóðiEUR
Skammstöfun€ / c
Mynt1c, 2c, 5c, 10c, 20c, 50c, €1, €2
Seðlar€5, €10, €20, €50, €100, €200, €500

Evran (; ISO 4217 kóði: EUR) er opinber gjaldmiðill í 19 af 28 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þessi hópur ríkja er þekktur sem evrusvæðið eða evrusvæðið og telur um 343 milljónir borgara frá og með 2019. Evran er næststærsti gjaldmiðillinn á gjaldeyrismarkaði á eftir Bandaríkjadal. Ein evra skiptist í 100 sent.

Evrunni er stjórnað af Evrópska seðlabankanum í Frankfurt í samvinnu við seðlabanka aðildarríkja.

Evran er einnig notuð opinberlega af stofnunum Evrópusambandsins, ásamt fjórum Evrópskum smáríkjum sem ekki hafa aðild að Evrópusambandinu, auk þess að vera einhliða notuð sem gjaldmiðill Svartfjallalands og Kosóvó. Utan Evrópu nota ýmis stjórnsýslusvæði sem tilheyra ríkjum Evrópusambandsins evru sem gjaldmiðil. Þess utan notuðu 240 milljónir manna utan Evrópu gjaldmiðla sem eru bundin við evruna.

Evran er önnur mesta notaða varasjóðsmynt heims á Bandaríkjadal, auk þess að næst mest gjaldmiðillinn á gjaldeyrismörkuðum heimsins eftir Bandaríkjadal. Samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er 20,48% af gjaldeyrisvarasjóðum heims í Evru og hefur farið hækkandi síðari ár. 61,94% af gjaldeyrisvarasjóðum er í Bandaríkjadal.[1]


Lönd sem nota evru sem gjaldmiðil[breyta | breyta frumkóða]

  ESB ríki með evru (evrusvæðið)
  ESB ríki án evru
  ESB ríki með undanþágu frá myntsamstarfi
  Önnur ríki með evru (með samning)
  Önnur ríki með evru (án samnings)

Löndin sem nota evru sem gjaldmiðil eru oftast nær kölluð evrulöndin eða evrusvæðið.

Lönd innan Evrusvæðisins[breyta | breyta frumkóða]

Fyrrverandi gjaldmiðill Kóði
(ISO 4217)
Gengi[2] Gengi fest Tekinn úr
notkun
Fáni Austurríkis Austurrískur skildingur ATS &&&&&&&&&&&&&&13.76030013,7603 1998-12-31 1999-01-01
Fáni Belgíu Belgískur franki BEF &&&&&&&&&&&&&&40.33990040,3399 1998-12-31 1999-01-01
Fáni Finnlands Finnskt mark FIM &&&&&&&&&&&&&&&5.9457305,94573 1998-12-31 1999-01-01
Fáni Frakklands Franskur franki FRF &&&&&&&&&&&&&&&6.5595706,55957 1998-12-31 1999-01-01
Fáni Hollands Hollenskt gyllini NLG &&&&&&&&&&&&&&&2.2037102,20371 1998-12-31 1999-01-01
Fáni Írlands Írskt pund IEP &&&&&&&&&&&&&&&0.7875640,787564 1998-12-31 1999-01-01
Fáni Ítalíu Ítölsk líra ITL &&&&&&&&&&&&1936.2700001.936,27 1998-12-31 1999-01-01
Fáni Lúxemborgar Lúxemborgarfranki LUF &&&&&&&&&&&&&&40.33990040,3399 1998-12-31 1999-01-01
Fáni Mónakó Mónakóskur franki MCF &&&&&&&&&&&&&&&6.5595706,55957 1998-12-31 1999-01-01
Fáni Portúgals Portúgalskur skúti PTE &&&&&&&&&&&&&200.482000200,482 1998-12-31 1999-01-01
Fáni San Marínó Sanmarínósk líra SML &&&&&&&&&&&&1936.2700001.936,27 1998-12-31 1999-01-01
Fáni Spánar Spænskur peseti ESP &&&&&&&&&&&&&166.386000166,386 1998-12-31 1999-01-01
Fáni Vatíkansins Vatíkönsk líra VAL &&&&&&&&&&&&1936.2700001.936,27 1998-12-31 1999-01-01
Fáni Þýskalands Þýskt mark DEM &&&&&&&&&&&&&&&1.9558301,95583 1998-12-31 1999-01-01
Fáni Grikklands Grísk drakma GRD &&&&&&&&&&&&&340.750000340,75 2000-06-19 2001-01-01
Fáni Slóveníu Slóvenskur dalur SIT &&&&&&&&&&&&&239.640000239,64 2006-07-11 2007-01-01
Fáni Kýpur Kýpverskt pund CYP &&&&&&&&&&&&&&&0.5852740,585274 2007-07-10 2008-01-01
Fáni Möltu Maltnesk líra MTL &&&&&&&&&&&&&&-0.4293000,4293 2007-07-10 2008-01-01
Fáni Slóvakíu Slóvakísk króna SKK &&&&&&&&&&&&&&30.12600030,126 2008-07-08 2009-01-01
Fáni Eistlands Eistnesk króna EEK &&&&&&&&&&&&&&15.64660015,6466 2010-07-13 2011-01-01
Fáni Lettlands Lettneskt lat LVL &&&&&&&&&&&&&&&0.7028040,702804 2013-07-09 2014-01-01
Fáni Litáen litháískt litas LTL &&&&&&&&&&&&&&&3.4528003,4528 2015-01-01

Önnur lönd og svæði í Evrópu[breyta | breyta frumkóða]

Frönsk héruð utan Evrópu[breyta | breyta frumkóða]

Gjaldmiðlar ríkja utan Evrópusambandsins bundnir við Evru[breyta | breyta frumkóða]

Fyrir utan Evrusvæðið nota 22 lönd og yfirráðasvæði sem ekki tilheyra Evrópusambandinu, gjaldmiðla sem beint tengjast evru beint. Þar á meðal eru 14 ríki á meginlandi Afríku, tvö eyjaríki í Afríku, þrjú frönsku Kyrrahafssvæði og þrjú ríki á Balkanskaga, Bosnía og Hersegóvína, Búlgaría og Norður-Makedónía.

Seðlar og mynt[breyta | breyta frumkóða]

Evruseðlar og mynt

Evran varð opinberlega til 1. janúar 1999 en þá aðeins sem rafrænn gjaldmiðill þar sem gengi gömlu gjaldmiðlanna var fryst. Seðlar og mynt komu hins vegar í umferð 1. janúar 2002. Gefin er út mynt í upphæðum 0,01€, 0,02€, 0,05€, 0,10€, 0,20€, 0,50€, 1€ og 2€ og seðlar í upphæðum 5€, 10€, 20€, 50€, 100€, 200€ og 500€. Útlit seðlanna er eins í öllum aðildarríkjum á meðan framhliðar myntarinnar er eins en bakhliðarnar mismunandi eftir útgáfulöndum. Seðlabanki Evrópu ákvað árið 2016 að allir 500€ seðlar yrðu teknir úr umferð fyrir árslok árið 2018. Ástæða ákvörðuninnar var sú að talið er að seðlarnir séu aðalega notaðir við skipulagða glæpastarfssemi. [3]

Stækkun Evrusvæðisins[breyta | breyta frumkóða]

Stækkun evrusvæðisins er í stöðugri framþróun. Öll 28 ríki sambandsins, að Bretlandi og Danmörku undanskyldu, eru skuldbundin því að taka upp evru á einhverjum tímapunkti. Einnig munu allir framtíðarmeðlimir ESB taka upp evru. Því er ljóst að að minnsta kosti 7 ríki til viðbótar stefna að upptöku evru í nánustu framtíð.

Litháen er það ríki sem síðast tók upp evru árið 2015, en nágrannar þeirra Eistland og Lettland tóku upp evru árið 2011 og 2014.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  1. „Upplýsingavefur um stærstu varasjóðsmyntir heims“. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Sótt 20. febrúar 2019.
  2. „Fixed Euro conversion rates“. European Central Bank. Sótt 6. ágúst 2011.
  3. https://www.nytimes.com/2016/05/05/business/international/ecb-to-remove-500-bill-the-bin-laden-bank-note-criminals.html

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.