Fara í innihald

Safari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Safari (vafri))
Safari
HöfundurApple Inc.
HönnuðurApple Inc
Fyrst gefið út23. júní, 2003
Nýjasta útgáfa11 / 2017
StýrikerfimacOS og iOS (áður einnig Windows)
Notkun Vafri
FTP-biðlari
Vefsíða apple.com/safari

Safari er vafri hannaður og markaðsettur af Apple Inc. Hann er byggður á WebKit kóðasafninu. Hann fylgir með stýrikerfunum macOS og iOS. Fyrsta útgáfa vafrans var gefin út sem prufuútgáfa 7. janúar 2003. Vafrinn er fjórði mest notaði vafri Bandaríkjanna, á eftir Internet Explorer, Mozilla Firefox og Google Chrome. Í janúar 2009 var markaðshlutdeildin af Safari 8,29%.

Saga og þróun

[breyta | breyta frumkóða]

Þangað til 1997 voru Apple tölvur seldar með Netscape Navgator og Cyberdog. Internet Explorer var síðar seldur með stýrikerfinu Mac OS 8.1 í tengslum við fimm ára samning Apple og Microsoft. Á þessum tíma voru þrjár útgáfur af Internet Explorer gefnar út.

Vafrinn var fyrst gefin út fyrir Windows stýrikerfið 11. júní 2007 og vafrinn studdi Windows til ársins 2012 (þ.e. Windows XP, Vista og Windows 7).

7. janúar 2003 tilkynnti Steve Jobs að Apple hafi hannað sinn eigin vafra sem gengi undir nafninu Safari. Fyrsta stóra útgáfa vafrans var útgefin 23. júní 2003. Mac OS X 10.3 kom út með vafranum en Internet Explorer var enn seldur með stýrikerfinu.

Í apríl 2005 voru gallar lagfærðir í vafranum sem gerðu honum kleift að verða fyrsti vafrinn sem stóðst Acid2 prófið. Með tilkomu Mac OS X 10.4 varð Safari eini vafrinn sem fylgdi með stýrikerfinu.

9. janúar 2007 tilkynnti Steve Jobs að iPhone myndi nota farsímaútgáfu af Safari vafranum. 11. júní sama árs var vafrinn útgefinn fyrir Mac OS X 10.5, Windows XP og Windows Vista. Í Windows útgáfu vafrans leyndist galli sem leyfði farstjórnun vafrans, en Apple lagaði gallann þremur dögum síðar. Farsímaútgáfa vafrans fyrir iPhone var gefin út 29. júní 2007.

Apple forrit
Stýrikerfi: OS XMac OS 9
Pakkar: .MaciLifeiTunesiWorkAppleWorks
iLife: iTunesiPhotoiWebiDVDiMovieGarageBand
Áhugamannaforrit: Final Cut ExpressLogic Express
Atvinnuforrit: ApertureFinal Cut StudioLogic ProShake
Forrit sem fylgja Mac OS X: Front RowiChatPhoto BoothQuickTimeSafariTextEditCore AnimationMail
Þjónar: Apple Remote DesktopMac OS X ServerWebObjectsXsan
Hætt við: HyperCardMacDrawMac OSMacPaintMacProjectMacTerminalMacWrite