Xombrero

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjáskot af xombrero

xombrero (áður xxxterm) er opinn vafri, sem er ekki lengur studdur, sem var hugsaður sem léttur og öruggur valkostur við stærri vafra. Hann styður skrifaðar skipanir og lyklaborðsskipanir sem eru svipaðar og í ritlinum vi. Hann notast við WebKit sem myndsetningarforrit. Þróun vafrans hófst árið 2010. Hann var upphaflega þróaður fyrir stýrikerfið FreeBSD.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.