Stýrikerfi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ubuntu 21.10 (Impish Indri) á ensku (en líka hægt að breyta yfir í íslensku). Ubuntu er ein af mörgum dreifingum af Linux.

Stýrikerfi er kerfishugbúnaður sem hefur það hlutverk að stýra aðgangi forritavélbúnaði tölvunnar og sjá þeim fyrir ýmis konar sameiginlegri þjónustu. Stýrikerfið hefur þannig umsjón með inntaks- og úttaksaðgerðum og minnisúthlutun fyrir notendaforrit þótt sjálft forritið sé keyrt af vélbúnaðinum beint.

Stýrikerfi er að finna í öllum tækjum sem innihalda tölvu, allt frá farsímumofurtölvum. Dæmi um stýrikerfi eru Microsoft Windows (í nokkrum útgáfum), macOS, Android, iOS (fyrir iPhone og iPad), "Linux" (Android notar líka kjarnann úr Linux), Chrome OS (notar líka Linux kjarnann). og mörg fleiri, flest ekki lengur studd s.s. Symbian sem áður var mjög vinsælt.

Windows hefur verið ráðandi stýrikerfi á hefðbundum PC tölvum (en ekki í upphafi), Linux er ráðandi á t.d. ofurtölvum (keyrir á öllum hraðvirkustu tölvum í heiminum, þ.e. t.d. öllum tölvunum á TOP500 ofurtölvulistanum). Android (byggt á Linux) er ráðandi á farsímum (en ekki í upphafi). Önnur ráðandi stýrikerfi eru til s.s. z/OS (hét áður OS/360) fyrir "mainframe" tölvur (sem eru aðallega notaðar í bankageiranum, þó svo að Unix, og Linux tölvur í seinni tíð, hafa að miklu leiti yfirtekið þann afmarkaða geira) sem flestar eru frá IBM. IBM framleiddi líka fyrstu einkatölvuna sem varð verulega vinsæl (sú eina sem enn er við lýði í samhæfðum útgáfum, og frá fleiri framleiðendum), þá með stýrikerfi (DOS sem er ekki lengur stutt) frá Microsoft.

Samhæfni[breyta | breyta frumkóða]

Í flestum tilvikum ganga forrit ekki á milli stýrikerfa (óbreytt). Þ.e. forrit eru ekki samhæfð (e. compatible) nema einu stýrikerfi (og örgjörva). T.d. ganga forrit ekki á milli Windows og annarra (nema nýrri útgáfa af Windows). Sama á við um macOS og önnur kerfi (líka iOS). O.s.frv. Þó að skyldleiki sé milli iOS og macOS sem er frá sama fyrirtæki ganga forrit ekki á milli en fyrir forritarann gæti verið minna mál að aðlaga og búa til nýja útgáfu sem gengur á milli. Þetta á líka við um vissar útgáfur af Windows (t.d. gerðar eru milli síma). Í Linux heiminum ganga forrit almennt á milli en þó þurfa pakkastjórar t.d. helst að vera þeir sömu. Ákveðinn skyldleiki er þó við macOS og sum forrit ganga á milli en það er ekki reglan með gluggaforrit. Hefðbundin Android forrit ganga almennt ekki yfir á hefðbundin Linux og ekki heldur öfugt (alla vega gluggaforrit).

Cross-platform[breyta | breyta frumkóða]

Þegar sagt er að forrit gangi ekki á milli stýrikerfa er átt við ákveðna útgáfu (gerða fyrir ákv. stýrikerfi) af forriti. Í flestum tilvikum er þó hægt að aðlaga forrit til að ganga á milli ef viljinn er fyrir hendi. Það getur þó verið miserfitt eftir því hve óskyld stýrikerfin (og vélbúnaðurinn) eru. En mörg þekkt dæmi eru um hugbúnað, úr flestum flokkum, sem til eru í útgáfu fyrir öll þekktustu stýrikerfin. Í seinni tíð hafa forrit svo jafnvel verið skrifuð fyrir vefinn en ekki ákv. stýrikerfi. Þá er vafrinn í raun og veru stýrkerfisígildi og undirliggjandi stýrikerfi skiptir ekki máli fyrir þessi ákveðnu forrit. Forrit og vefsíður gengu ekki endilega alltaf á milli þar sem vafrar voru mismunandi en sá munur er alltaf að minnka með nýjum útgáfum og nú er orðið mun minna mál að búa til eitt forrit sem ganga á milli þeirra. Chome OS er eitt af stýrikerfum sem klárar þetta skref, þar sem í raun er ekki reiknað með að keyra önnur forrit en vefforrit og vafrinn, Google Chrome, í því stýrikerfi, er í raun eina stýrikerfið frá sjónum notenda.

Linux dreifingar og Android[breyta | breyta frumkóða]

Linux er svolítið spes miðað við flest önnur þekkt stýrikerfi, að því leiti að að Linux er frjáls hugbunaður (hver sem er má breyta og aðlaga). Og Linux er strangt til tekið bara stýrikerfiskjarni (vantar t.d. notendaviðmót) en í flestum tilvikum er í raun átt við GNU/Linux sem eru heil stýrikerfi sem innihalda þann kjarna og GNU hugbúnað og notendaviðmót (og oftast að auki notendaforrit of flestum algengum gerðum). Af því að Linux kjarninn og GNU er frjáls hugbúnaður (og í flestum tilvikum annað sem gæti fylgt), er auðvelt að búa til afbrigði af stýrikerfinu. Þetta eru kallaðar Linux dreifingar (e. Linux distribution eða stytt í [Linux] distro). Þær innihalda flestar GNU hugbúnaðinn (sem átti að vera stýrikerfi í sjálfu sér en hafði allt nema fullgerðan eigin kjarna).

Eitt stýrikerfi, sérstaklega – Android – sker sig úr af því að það stefndi á nýjan markað (fyrst eingöngu gert fyrir snjallsíma) og sleppti GNU og flestu því sem tengt er við Linux (en bætti öðrum hugbúnaði við fyrir viðmót og annað) og hélt aðeins kjarnanum, varð vinsælasta stýrikerfi í heiminum og er því ekki hefðbundin dreifing upp á gamla mátann.

Þekktustu Linux dreifingar (af hundruðum, en útdauðum sleppt) ef Android er ekki talið með:

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi tölvugrein sem tengist hugbúnaði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.