Google Chrome

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Google Chrome á Microsoft Windows.

Google Chrome er vafri frá Google sem byggir á WebKit-umbrotsvélinni. Fyrsta útgáfan af Google Chrome var betaútgáfa fyrir Microsoft Windows gefin út þann 2. september 2008 og fyrsta stöðuga útgáfa vafrans kom út 11. desember 2008. Samkvæmt W3Counters nota 31,5% Chrome af öllum sem nota vafra, í apríl 2013. Chrome er því vinsælasti vafri heims.[1]. Útgáfur af Chrome fyrir Linux og Mac OS X hafa verið til frá útgáfu 5.0 sem kom út árið 2010 en opinberar betaútgáfur fyrir þessi stýrikerfi komu út 8. desember 2009.[2][3]

Stærstur hluti af frumkóða Chrome var gefinn út undir frjálsu hugbúnaðarleyfi árið 2008 undir heitinu Chromium og þróaður áfram í opnu ferli.

Vafrinn notar nýtt verklag til að sýsla með vefsíður; til dæmis er hver flipi keyrður í aðskildum ferli. Google Chrome var líka fyrsti vafrinn sem flutti flipastiku upp í titilstiku þegar heilskjáshamur var virkjaður.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wiki letter w.svg  Þessi hugbúnaðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.