Windows 7

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
thump
thump

Windows 7 (áður þekkt með dulnefninu „Blackcomb“ og seinna „Vienna“) stýrikerfi, sem er ekki lengur stutt, er útgáfa af Windows, sem tók við af Windows Vista. Windows 7 kom út 22. október 2009 og fékkst annað hvort sem 32-bita (x86) eða 64-bita (x64).

Windows 7 var ein vinsæĺasta útgáfan af Windows, en er árið 2018 sú elsta sem enn er studd (en fæst ekki lengur keypt) fyrir almenna notendur. Á heimsvísu tók Windows 10 framúr Windows 7, og skv. StatCounter var Ísland fyrsta landið til að gera það. Árið 2019 var Windows 7 enn vinsælast í sumum löndum, en ekki lengur, og aðrar útgáfur en Windows 7 og Windows 10 eru hverfandi lítið notaðar, alla vega ekki á Íslandi.

Útgáfur[breyta | breyta frumkóða]

Windows 7 var gefið út í sex mismunandi útgáfum. Þær eru Home Premium, Enterprise, Ultimate, Professional, Starter og Home Basic. Einnig komu út undirútgáfurnar N og KN, þar sem Windows forritum á borð við Media Player, Windows Media Center og Windows DVD maker var sleppt.

Þjónustupakkar[breyta | breyta frumkóða]

Þjónustupakki 1 (service pack 1 á ensku) var gefinn út 9. febrúar 2011. Þjónustupakkinn er öryggisuppfærsla sem einnig bætir möguleika og þjónustur í stýrikerfinu, eins og hljóð gegnum HDMI-tengi og prentun með XPS Viewer.

Breytingar og áfangar[breyta | breyta frumkóða]

Windows 7 hefur náð áfanga 1 (M1). Áfangi 1 var með útgáfunúmer af 6.1.6519.1. og var sendur til lykil félaga, í bæði 32-bit (x86) og 64-bit (x64), í janúar 2008. Samkvæmt upplýsingum sem voru sendar til TG Daily hefur áfangi 1 bætt við stuðningi við mörg skjákort sem vinna saman og nýja útgáfu af Windows Media Center.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Microsoftgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.