Ghostzilla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vafrinn Ghostzilla.

Ghostzilla er opinn vafri, sem er ekki lengur studdur, fyrir Windows byggður á Mozilla Application Suite 1.0.1. Með Ghostzilla var hægt að keyra vafraglugga í glugga annars forrits og hægt var að velja um nokkra ólíka hami sem dulbjuggu vefsíðuna sem eitthvað annað, til dæmis tölvupóst. Þegar fókusinn fór af vafraglugganum hvarf hann.

Upphaflega var Ghostzilla deilibúnaður sem kom á markað árið 2002. Í kjölfarið varð hann fríbúnaður og síðan opinn hugbúnaður. Dreifingu hans var hætt árið 2007 en árið áður var búin til viðbótin Ghostfox fyrir notendur Firefox sem hermdi eftir hluta af virkni Ghostzilla.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.