Borðtölva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Borðtölva með láréttum kassa

Borðtölva er einkatölva sem er hönnuð fyrir notkun á ákveðnum stað, ólíkt fartölvum. Í dag er algengt að borðtölvur séu geymdar í turni sem hvílir á eða undir skrifborði þar sem tölvuskjárinn, lyklaborð og músin eru. Þó eru til alls konar ólíkar útfærslur á borðtölvum, eins og til dæmis láréttur tölvukassi sem skjárinn hvílir ofaná, sambyggð tölva og skjár (t.d. Apple Macintosh) og smákassi („small form factor“).

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.