Fara í innihald

HTML5

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
HTML5 (HyperText Markup Language)
Skráarending:HTML: .htm, .html
XHTML: .xhtml, .xht, .xml
MIME-gerð:HTML: text/html
XHTML: application/xhtml+xml, application/xml
Kóðategund:TEXT
UTI:public.html
Hönnun:W3C
Tegund forsniðs:Ívafsmál
Útfærsla á:HTML, XML
Staðall:WHATWG Editor's draft
W3C Editor's draft

HTML5 er ívafsmál fyrir vefsíður. HTML5 er nýjasta opinbera útgáfa HTML frá því í október 2014. Hugmyndin er að það minnki þörfina fyrir íforrit sem eru notuð til að skila ákveðinni tegund af margmiðlun, eins og Adobe Flash, Microsoft Silverlight og Sun JavaFX. Þannig víkkar staðallinn út notkunarmöguleika skjalalíkansins og skriftumála og bætir við nýjum forritunarviðmótum á borð við skilgreint svæði fyrir tvívíða teikningu (<canvas>), afspilun kvikmynda og hljóðs (<video>, <audio>) og margt fleira.

Ætlunin var að HTML5 yrði að W3C-tilmælum síðla árs 2010 en mikill dráttur varð á vinnslu þess. Stuðningur vafra við HTML5 var lengi takmarkaður en það breyttist þegar aðgerðasafnið WebKit, sem meðal annars er notað í vafranum Safari, útfærði meiri stuðning en áður hafði þekkst árið 2007. Í kjölfarið ákvað Apple Inc. að sleppa stuðningi við Adobe Flash í bæði iPhone og iPad. Þetta hefur skapað aukinn þrýsting á að útfæra margmiðlun á vefsíðum með HTML5 í stað Flash.

Helstu breytingar miðað við HTML 4.1/XHTML 1.x

[breyta | breyta frumkóða]
  • Nýjar sveigjanlegri þáttunarreglur (ekki byggðar á SGML)
  • Hægt að nota SVG- og MathML-tög í HTML-skjalinu sjálfu
  • Ný HTML-tög: article, aside, audio, bdo, canvas, command, datalist, details, embed, figcaption, figure, footer, header, hgroup, keygen, mark, meter, nav, output, progress, rp, rt, ruby, section, source, summary, time, video, wbr
  • Nýjar tegundir gagnafærslna fyrir eyðublöð: dates and times, email, url, search, number, range, tel, color
  • Ný eigindi: charsetmeta), asyncscript)
  • Altæk eigindi: id, tabindex, hidden, data-* (sérsniðin gagnaeigindi)
  • Stuðningi við úrelt tög hætt: acronym, applet, basefont, big, center, dir, font, frame, frameset, isindex, noframes, strike, tt


  Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.