Fara í innihald

Trident

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Trident er myndsetningarvél fyrir vefsíður sem er notuð í Microsoft Windows-útgáfum Internet Explorer. Hún var fyrst kynnt til sögunnar með Internet Explorer 4.0 árið 1997. Með útgáfum Internet Explorer 7 og 8 var stuðningur við vefstaðla bættur verulega. Vélin er skrifuð í C++ með COM-viðmót fyrir forritun í C++ og .Net. Auk Internet Explorer er Trident-vélin notuð til að sýna vefsíður í Windows Explorer og Windows-útgáfum forrita á borð við LimeWire og Skype. Trident er séreignarhugbúnaður í eigu Microsoft.

Þegar Microsoft kynnti arftaka Internet Explorer, Microsoft Edge (fyrir Windows 10 eingöngu þá), þá var vélin í Edge þar með arftaki Trident. Hins vegar hefur Microsoft kynnt að sú vél verður líka lögð niður og Edge mun byggja á Blink sem Google Chrome notar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.