Trident

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Trident er myndsetningarvél fyrir vefsíður sem er notuð í Microsoft Windows-útgáfum Internet Explorer. Hún var fyrst kynnt til sögunnar með Internet Explorer 4.0 árið 1997. Með útgáfum Internet Explorer 7 og 8 var stuðningur við vefstaðla bættur verulega. Vélin er skrifuð í C++ með COM-viðmót fyrir forritun í C++ og .Net. Auk Internet Explorer er Trident-vélin notuð til að sýna vefsíður í Windows Explorer og Windows-útgáfum forrita á borð við LimeWire og Skype. Trident er séreignarhugbúnaður í eigu Microsoft.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.