Lynx (vafri)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Skjáskot af Lynx

Lynx er frjáls textavafri sem var upphaflega þróaður fyrir Unixleg stýrikerfi. Hann var skrifaður af hópi tölvunarfræðinema við Kansasháskóla árið 1992, upphaflega fyrir Gopher-vöfrun. Hann er því elsti vafrinn sem enn er í almennri notkun. Hann styður margar samskiptareglur, þar á meðal Gopher, HTTP, HTTPS, FTP, NNTP og WAIS en ekki myndir, íforrit eins og Adobe Flash og er ekki með JavaScript-túlk.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.