Rockmelt
Útlit
Rockmelt er vafri, sem er ekki lengur studdur, með sérstakan stuðning fyrir samskiptamiðla sem Tim Howes og Eric Vishria þróuðu út frá Chromium-kóðanum. Betaútgáfa vafrans kom út árið 2010. Árið 2013 var þróun borðtölvuútgáfu hætt og Rockmelt fékkst þá eingöngu fyrir iOS og Android. Í ágúst sama ár keypti Yahoo! forritið og lokaði fyrir dreifingu þess. Ætlunin er að fella kóðann inn í ýmsar aðrar vörur Yahoo!.