Windows XP
Útgefandi | Microsoft |
Fjölskylda | Microsoft Windows |
Kjarni | NT 5.1.X |
Leyfi | EULA |
Vefsíða | Vefsetur Microsoft |
Staða verkefnis | Enginn stuðningur lengur, fyrir öryggi eða annað, þ.m.t. Internet Explorer 6 |
Windows XP er stýrikerfi frá Microsoft (fyrir heima- og skrifstofunotkun) sem er ekki lengur stutt. Bókstafirnir XP koma úr enska orðinu experience sem merkir „reynsla“ eða „upplifun“. Windows XP fékk þróunarnafnið Whistler og er fyrsta notendavæna stýrikerfið frá Microsoft sem notast við NT-kjarnann, og þ.e. fyrsta útgáfa af Windows fyrir almenning sem notaði hvorki Windows 95 kjarnann né MS-DOS.
Microsoft sendi Windows XP frá sér þann 25. október 2001 og árið 2006 var það eitt vinsælasta stýrikerfi á markaðnum þar sem um 400 milljónir leyfa höfðu verið seldar. Windows XP var þó nokkuð vinsælt (önnur til þriðja vinsælasta útgáfa af Windows) meira en ári eftir að stuðningi var hætt (er nú hverfandi lítið notað á Íslandi, StatCounter mælir notkun undir hálfu prósenti á heimsvísu, sjötta vinsælasta Windows útgáfa og fá lönd hafa mikið hærri notkun en það), en síðan þá hafa margar öryggisholur fundist (ein allt aftur frá Windows 95-tíma), sem gera kleyft fyrir utanaðkomandi aðila að yfirtaka tölvuna (öryggisholur hafa verið lagaðar í nýrri útgáfum eru ekki lagaðar í XP, þvert á móti, hjálpa árásaraðilum varðandi XP).
Útgáfur
[breyta | breyta frumkóða]Þegar Windows XP kom á markað voru aðeins tvær stórar útgáfur af Windows XP. Fyrsta var „Windows XP Home“ sem var sértaklega gerð fyrir heimilis notendur og sú seinni var „Windows XP Professional“ sem var hugsað fyrir fyrirtæki og stofnanir og studdi tengingar við Windows netkerfi.
Windows XP Proferssional var með marga flókna möguleika sem venjulegur notandi mundi ekki nota. Þessir möguleikar voru til staðar í XP Home en það var bara slökkt á þeim og var alltaf hægt að kveikja á þeim.
Þriðja úgáfa Windows XP sem er kölluð „Windows XP Media Center Edition“ kom út árið 2002, Media Center var aðallega til að auka stuðning við margmiðlun.
Það komu nýjar útgáfur af Windows XP Media Center Edition á hverju ári, frá 2002 til 2006.
Ólíkt Windows XP Home og Professonal var Media Center aldrei selt eitt og sér heldur var það vanalega selt uppsett á nýjum tölvum og voru þær merktar með uplýsingum um að XP Media Center væri inn á tölvunni.
Tvær 64-bita (x64) útgáfur af Windows XP komu einnig út, Windows XP 64-bit Edition og Windows XP Professional x64 Edition. Þessar útgáfur voru hannaðar fyrir 64-bita (x64) örgjörva.
Þjónustu pakkar
[breyta | breyta frumkóða]Microsoft einstaka sinum gefur út þjónustupakka fyrir stýrikefinn sín til að bæda við eiginleikum og betrum bæta stýrikerfið.
Þjónustu pakki 1
[breyta | breyta frumkóða]Þjónustu pakki 1 („Service Pack 1“ á ensku) fyrir Windows XP var gefinn út, 9. september 2002. Breytingar í þjónustu pakka 1 voru t.d: USB 2.0 stuðningur, .NET stuðningur og öryggis bætingar. Ásamt því var líka ný útgáfa af „Windows Messenger“, útgáfa númer 4.7.
Þjónustu pakki 2
[breyta | breyta frumkóða]Þjónustu pakki 2 („Service Pack 2“ á ensku) var gefinn út 6. ágúst 2004, eftir nokkrar tafir. Þjónustu pakki 2 var miðaður í átt að meira öruggi. Ólíkt öðrum þjónustu pökkum, bætti þjónustu pakki 2, við eiginleikum við Windows XP, sem voru T.d: betrumbættur eldvegg, „pop-up“ hindrana kerfi fyrir „Internet Explorer 6“ og stuðning fyrir „Bluetooth“.
Þjónustu pakki 2 bætti við nýjum öryggisþáttum, svo sem eldvegg sem heitir „Widows firewall“. Einnig var bætt öryggi fyrir tölvupóst og vefvafra. Þjónustu pakki 2 innihélt líka Windows Öryggismiðstöð („Windows Security Center“ á ensku), sem gaf yfirsýn yfir öryggisatriði, t.d upplýsingar um vírusvarnarforrit, Windows uppfærslur og nýja eldvegginn.
Þjónustu pakki 3
[breyta | breyta frumkóða]Þjónustu pakki 3 („Service Pack 3“ á ensku) var gefinn út til dreifingaraðila, 21. apríl 2008 og til almennings, með notkun „Microsoft niðurhal“ og „Windows Uppfærslur“, 6. mai 2008 Þjónustu pakki 3 fór í sjálfvirka uppfærslur í kringum, júní-júlí 2008.
Microsoft gaf út yfirlit yfir þjónustu pakkann sem lýsti nýjum eiginleikum sem er bæði aðeins fyrir Windows XP en sumir eiginleikar komu frá Windows Vista. Samtals 1.174 endurbætur voru í þjónustu pakka 3. En sem komið er, er út gáfa af Þjónustu pakki 3 aðeins fáanleg fyrir 32-bita (x86) tölvur.
Stuðningstími
[breyta | breyta frumkóða]Stuðningur fyrir Windows XP, sem er án þjónustu pakka, var hætt 30. september 2004.
Stuðningur fyrir Windows XP, með þjónustu pakka 1, var hætt 10. október 2006.
Windows XP þjónustu pakki 2, missti stuðning sinn, 13. júlí 2010, næstum sex árum eftir að það varð fáanlegt.
Microsoft hætti almennri dreifingu á Windows XP til almennings 30. júlí 2008, 17 mánuðum eftir að Windows Vista var gefið út.
Microsoft gaf út síðustu öryggisútgáfuna (fyrir utan eina "allra síðustu" undantekningu) þann 8. apríl 2014.