iOS

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

iOS (þekkt sem iPhone OS áður en júní 2010) er stýrikerfi frá Apple fyrir fartæki. iOS kom fyrst út á iPhone en er nú fáanlegt fyrir iPod touch, iPad og Apple TV. Apple gefur ekki leyfi til að nota stýrikerfið á öðrum tækjum. Með netversluninni App Store er hægt að hlaða forritum niður í þessi tæki og frá og með 31. maí 2011 eru rúmlega 500.000 forrit til sölu í versluninni.[1] Frá síðasta ársfjórðungi 2010 hefur markaðsdeild iOS á snjallsímastýrikerfismarkaðnum verið 16%, í þriðja sæti á eftir Android frá Google og Symbian frá Nokia, ef miðað er við sölu á tækjum sem nota stýrikerfin.[2]

Notendaviðmót iOS er byggt á beinum samskiptum við fjölsnertiskjá. Notandinn stjórnar tækinu með fingrahreyfingum. Tækið bregst einnig við sé tækinu hallað eða snúið. Sé tækinu, til dæmis, snúið í hring breytist lega skjásins svo hann snúi alltaf eins. iOS er byggt á Mac OS X stýrikerfi fyrir borðtölvur en það er sjálft byggt á Unix.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Applegrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.