Reyniviður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Reynir
Reyniber
Reyniber
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Reynisætt (Maloideae)
Ættkvísl: Reyniviður (Sorbus)
Tegundir

Reyniviðir eða reynir er ættkvísl 100–200 tegunda runna og trjáa af rósaætt sem finnst um allt norðurhvel jarðar.

Almennt er tegundunum skift í tvær aðal undirættkvíslir og þrjár til fjórar minni undirættkvíslir:

  • Sorbus subgenus Sorbus (genus Sorbus s.s.), einkennistegund Ilmreynir , með samsett blöð vanalega hárlaus eða lítið hærð að neðan. Útbreiðsla: kaldtemprað norðurhvel. (Genus Sorbus s.s.)
  • Sorbus subgenus Aria (genus Aria), einkennistegund Sorbus aria, með heil blöin vanalega mikið hvíthærð að neðan (svoleiðis nafnið á þýsku Weissbaum, 'hvítt tré'). Útbreiðsla: tempruð svæði í Evrópu og Asíu.
  • Sorbus subgenus Micromeles (genus Aria), er óljós hópur nokkurra austur asískra tegunda (e.g. Sorbus alnifolia, Korean whitebeam) með mjó blöð; vafasamt hvort að sé aðskin og oft talin til Aria. Útbreiðsla: tempruð svæði norðaustur Asía.
  • Sorbus subgenus Cormus (genus Cormus), Með samsett blöð svipað og í undirættkvíslinni Sorbus, en með greinilega fused carpels in the fruit; einungis ein tegund, Sorbus domestica. Útbreiðsla: Norður Afríka, heittempruð svæði Evrópu, vestur Asía.
  • Sorbus subgenus Torminaria (genus Torminalis), með frekar hlynlíkum blöðum; einungis ein tegund, Sorbus torminalis. Útbreiðsla: tempruð svæði Evrópu, suður að fjöllum Norður Afríku og austur að Kákasusfjöllum.
  • Sorbus subgenus Chamaemespilus (genus Chamaemespilus), ein runnkennd tegund Sorbus chamaemespilus með heilum sléttum blöðum og bleikum blómum. Útbreiðsla: fjöll suður Evrópu.
  • Hybrid eða blendingar eru algengir í ættkvíslinni, einnig á milli undirættkvísla; mjög oft eru blendingarnir apomictic (sjálffrjóvgandi án frjóvgunar), og geta þannig í raun fjölgað sér klónað með fræi án breytingar. Þetta hefur leitt til mikils fjölda örtegunda, sérstaklega í vestur Evrópu og hluta Kína.

Reynitré á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

  • Ilmreynir (Sorbus aucuparia) er algengur á Íslandi, sérstaklega í görðum. Ilmreynir óx villtur hér á landi við landnám, líkt og birki, einir og víðir. Nafnið Reyniviður á í daglegu tali við þessa trjátegund.
  • Gráreynir (Sorbus intermedia) er uppruninn frá suðurhluta Skandinavíu og Finnlands og hefur verið plantað nokkuð á Íslandi. Víða í görðum.

Ýmsar aðrar reynitegundir hafa verið reyndar á Íslandi og þar á meðal: Koparreynir, alpareynir og úlfareynir [1]

Þjóðtrú[breyta | breyta frumkóða]

Það þótti til heilla að rækta reyni við heimili sitt. Reyniviður var helgaður Þór í norræni goðafræði og í kristnum sið var reyniviður einnig helgur og mátti ekki skemma hann. Til marks um þessa trú þá er þess getið í sturlungu að Geirmundur heljarskinn frá Geirmundastöðum í Dalasýslu hafi hýtt smala fyrir að hafa notað reynivönd til að reka fé.

Lækningarmáttur[breyta | breyta frumkóða]

Ber reyniviðar eru talin barkandi, stilla blóðlát, niðurgang, eru þvagaukandi, góð við nýrnaveiki og þvagteppu. Búa skal til berjamauk og taka tvær teskeiðar í senn og drekka einn bolla þrisvar á dag.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Einkennismerki Wikiorðabókar
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Einkennismerki Wikilífvera
Wikilífverur eru með efni sem tengist