Reyniviður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Reynir
Reyniber
Reyniber
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Reynisætt (Maloideae)
Ættkvísl: Reyniviður (Sorbus)
Tegundir

Reyniviðir eða reynir er ættkvísl jurta af rósaætt sem finnst um allt norðurhvel jarðar.

Reynitré á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

  • Ilmreynir (Sorbus aucuparia) er algengur á Íslandi, sérstaklega í görðum. Ilmreynir óx villtur hér á landi við landnám, líkt og birki, einir og víðir. Nafnið Reyniviður á í daglegu tali við þessa trjátegund.

Ýmsar aðrar reynitegundir hafa verið reyndar á Íslandi og þar á meðal: Gráreynir, alpareynir og úlfareynir [1]

Þjóðtrú[breyta | breyta frumkóða]

Það þótti til heilla að rækta reyni við heimili sitt. Reyniviður var helgaður Þór í norræni goðafræði og í kristnum sið var reyniviður einnig helgur og mátti ekki skemma hann. Til marks um þessa trú þá er þess getið í sturlungu að Geirmundur heljarskinn frá Geirmundastöðum í Dalasýslu hafi hýtt smala fyrir að hafa notað reynivönd til að reka fé.

Lækningarmáttur[breyta | breyta frumkóða]

Ber reyniviðar eru talin barkandi, stilla blóðlát, niðurgang, eru þvagaukandi, góð við nýrnaveiki og þvagteppu. Búa skal til berjamauk og taka tvær teskeiðar í senn og drekka einn bolla þrisvar á dag.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Einkennismerki Wikiorðabókar
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Einkennismerki Wikilífvera
Wikilífverur eru með efni sem tengist