Hirðingjareynir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Hirðingjareynir
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Reynisætt (Maloideae)
Ættkvísl: Reyniviður (Sorbus)
Undirættkvísl: Sorbus
Geiri: Tianshanicae
Tegund:
Sorbus tianschanica

Samheiti

Sorbus tianschanica f. violaceocarminata N.N. Bugaev
Sorbus tianschanica f. sanguinea N.N. Bugaev
Sorbus tianschanica f. guttiformis N.N. Bugaev
Sorbus tianschanica f. flava Gan & N.N. Bugaev
Sorbus tianschanica f. aurantiacorosea N.N. Bugaev
Pyrus thianschanica Regel

Hirðingjareynir er lauffellandi tré eða runni frá Suðvestur-Asíu af reynisætt.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Hirðingjareynir er lauffellandi runni eða lítið tré, allt að 10 m. hátt. Ársprotar mjög mikið glansandi, rauðbrúnir. Brum eru keilulaga, dúnhærð, allt að 10 mm, með hvít hár, einkum í oddinn og á jöðrum brumhlífarblaðanna. Blöðin eru fjaðurlaga, 13-15 sm með 5-7 pör af smálaufum. Smáblöðin mjólensulaga, grasgræn, glansandi að ofan. Blómin í gisnum hálfsveip, hvít, sjaldan bleikleit. Berin eru skarlatsrauð, allt að 0,9 sm í þvermál[1] Litningatala er 2n=24.

Uppruni og búsvæði.[breyta | breyta frumkóða]

SV-Asía, Afghanistan, V-Pakistan, Rússland, Kína (Gansu, Qinghai, Xinjiang). Vex í fjalladölum, oft meðfram ám og í skógarjöðrum í 2000-3200 m hæð.[2] Hirðingjareyni hefur verið sáð á Íslandi og komið í ljós að hann er frekar harðgerður og hefur ekki kalið og fer snemma af stað.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.