Víðir (ættkvísl)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Víðir
Silkivíðir (Salix alba )
Silkivíðir (Salix alba )
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Angiosperma)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Eudicotyledoneae)
(óraðað) Rosidae
Ættbálkur: Malpighiales
Ætt: Víðisætt (Salicaceae)
Ættflokkur: Saliceae
Ættkvísl: Salix
L.
Tegundir

Um 400 tegundir

Reklar á víði, s.s. karlkyns æxlunarfæri með frjókornum.

Víðir (fræðiheiti Salix) er ættkvísl um 400 tegunda trjáa og runna af víðisætt. Þær vaxa aðallega í rökum jarðvegi á köldum og tempruðum svæðum á Norðurhveli.

Auðvelt er að fjölga flestum víðitegundum með græðlingum. Víðir er oft gróðursettur á árbökkum til að verja bakkana fyrir vatnsrofi. Oft eru rætur víðis miklu lengri en stofninn. Rætur víðis eru mjög umfangsmiklar og aðgangsharðar varðandi vatn og geta stíflað framræslu- og holræsakerfi.

Allar víðitegundir eru sérbýlistré, það þýðir að einstaklingarnir eru einkynja og koma annað hvort með karlkyns eða kvenkyns blóm. Blómin eru í reklum sem springa út á vorin, nokkru fyrir laufgun. Frjóvgun á sér fyrst og fremst stað með býflugum og humlum sem sækja í blómin. Karlreklarnir detta af strax eftir blómgun en kvenreklar þroskast áfram og mynda fræ. [1]

Víðir á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Innlendar tegundir eru gulvíðir, loðvíðir, grasvíðir og fjallavíðir. Innfluttar víðitegundir sem notaðar hafa verið helst eru selja, alaskavíðir og viðja. Víðir er notaður í skjólbelti á Íslandi.

Valdar tegundir[breyta | breyta frumkóða]

Víðiættkvíslin samanstendur af um 400 tegundum[2] af lauffellandi runnum og trjám:

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  1. Hin víðfeðma víðiættkvísl Bændablaðið. Skoðað 16. apríl, 2016.
  2. Mabberley, D.J. 1997. The Plant Book, Cambridge University Press #2: Cambridge.
  3. English Names for Korean Native Plants (PDF). Pocheon: Korea National Arboretum. 2015. bls. 617. ISBN 978-89-97450-98-5. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 25 May 2017. Sótt 22 December 2016 – gegnum Korea Forest Service.