Víðir (ættkvísl)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Víðir
Silkivíðir (Salix alba )
Silkivíðir (Salix alba )
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
(óraðað) Tvíkímblöðungar (Eudicotyledoneae)
(óraðað) Rosidae
Ættbálkur: Malpighiales
Ætt: Víðisætt (Salicaceae)
Ættflokkur: Saliceae
Ættkvísl: Salix
L.
Tegundir

Um 400 tegundir

Víðir (fræðiheiti Salix) er ættkvísl um 400 tegunda trjáa og runna af víðisætt. Þær vaxa aðallega í rökum jarðvegi á köldum og tempruðum svæðum á Norðurhveli.

Auðvelt er að fjölga flestum víðitegundum með græðlingum. Víðir er oft gróðursettur á árbökkum til að verja bakkana fyrir vatnsrofi. Oft eru rætur víðis miklu lengri en stofninn. Rætur víðis eru mjög umfangsmiklar og aðgangsharðar varðandi vatn og geta stíflað framræslu- og holræsakerfi.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist