Fara í innihald

Alpareynir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alpareynir
Blöð og ber
Blöð og ber
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Reynisætt (Maloideae)
Ættkvísl: Reyniviður (Sorbus)
Undirættkvísl: Aria
Tegund:
S. mougeotii

Tvínefni
Sorbus mougeotii
Soy.-Will. & Godr.
Samheiti

Sorbus quercifolia hort.
Sorbus aria subsp. mougeotii (Soyer-Will. & Godr.) O. de Bolòs & J. Vigo
Pyrus mougeotii (Soyer-Will. & Godr.) Aschers. & Graebn.
Aria mougeotii (Soy.-Will. & Godr.) Fourr.

Alpareynir í Grasagarðinum.

Alpareynir (Sorbus mougeotii) er tegund af reyni upprunnin frá fjöllum mið og vestur Evrópu frá Pýreneafjöllum austur yfir Alpana til Austurríkis, norður til Vosgesfjalla.[1]

Stofnar (með Rubus fruticosus blöð á milli)

Þetta er lauffellandi runni eða tré sem verður 8–10 m (sjaldan 20 m) hátt, oft margstofna, með boli allt að 30 cm (sjaldan 50 cm) að ummáli og gráum berki; krónan er þétt, breið egglaga, með fjölda uppréttra greina. Blöðin eru glansandi dökkgræn að ofan, og þétt hvítærð að neðan, 6–10 sm löng og 3–5 sm breið, breiðust næst miðju, gróftennt, með sjö til tólf breiðum tönnum hvoru megin. Haustliturinn er dauf grá-brúnn. Blómið er 10mm í ummál, með fimm hvítum krónublöðum. Berið er skærrautt 10–12 mm að ummáli. Berið er ólystugt en étið af þröstum og fleiri fuglum að hausti, sem dreifa fræjunum.[1][2]

Nánustu ættingjar alpareynis eru: Sorbus anglica, sem þekkist helst á aðeins breiðari blöðum, og silfurreynir (Sorbus intermedia), sem er með blöðin ljósgrá að neðan og með dýpri skerðingu og tennurnar vísa meir út til hliðanna en fram, berin ekki eins skærrauð, og eru með ákveðnari trjálögun og útstæðari greinum. Allir eru fjórlitna (tetraploid) apomictic tegundir sem sá sér án frjóvgunuar (geldæxlun) og upphaflega af blendingsuppruna; á milli Sorbus aria og Sorbus aucuparia.[1][2][3]

Ræktun og nytjar[breyta | breyta frumkóða]

Hann er víða ræktaður sem skrauttré í norður Evrópu, þó yfirleitt rangt greindur (sem sorbus intermedia) og í raun óþekktur. Þó honum hafi verið lýst 1858, var hann fyrst nýttur í almenna ræktun um 1950 af Danska Hedeselskabet, Þá sem "nýtt og endurbætt form" af Sorbus intermedia, stundum með afbrigðisheitið 'latifolia' (sem jók á ruglinginn vegna tegundarinnar Sorbus latifolia).[2][3][4] Alpareynir er velmetinn vegna þols gegn mengun og erfiðum jarðvegi, og er oft nýttur í uppræktun á gömlum námuhaugum og sem runnar við vegkanta. Hann hefur einnig reynst þolinn gegn hafrænu loftslagi með köldum sumrum, vex t.d. betur en S. intermedia á Færeyjum.[4]

Er alpareynir nú ein algengasta sjálfsána reynitegundin (með heilum blöðum) á Íslandi.

Myndir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 Rushforth, K. (1999). Trees of Britain and Europe. Collins ISBN 0-00-220013-9.
  2. 2,0 2,1 2,2 Hansen, K. F. (1985). Bornholmsk røn, Seljerøn, vogeserrøn. Haven 85 (7/8): 421-423 (á Dönsku).
  3. 3,0 3,1 Bean, W. J. (1980). Trees and Shrubs Hardy in the British Isles 8th ed., vol. 4. John Murray ISBN 0-7195-2428-8.
  4. 4,0 4,1 Højgaard, A., Jóhansen, J., & Ødum, S. (1989). A century of tree planting on the Faroe Islands. Ann. Soc. Sci. Faeroensis Supplementum 14.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.