Flipareynir
Flipareynir | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Fullvaxið tré að vori
| ||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||
Sorbus torminalis (Linné) Crantz[1] | ||||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||||
Sorbus torminalis subsp. perincisa (Borbás & Fekete) Soó |
Flipareynir (Torminalis clusii) er tegund af Sorbus ættkvísl sem vex villt í Evrópu frá Englandi og Wales austur til Danmerkur og Póllands, suður til Afríku, og suðaustur til suðvestur Asíu frá Litluasíu til Kákasus og Alborz.[3]
Hann e meðalstórt lauffellandi tré, um 15–25 m hátt, með bol allt að 1,3 m í þvermál. Börkurinn sléttur og brúngráleitur, en flagnar í köntuðum stykkjum sem sýnir dökkbrúnni börkinn undir. Blöðin eru 6 til 14 sm löng og breið með 2.5–5 sm blaðstilk, dökkgræn báðum megin, með fimm til níu þríhyrnda flipa; grunnparið vísar út á við, hin snúa meira fram og minnka eftir því sem nær dregur oddi, og fíntennta kanta; neðri hlið er fínhærð meðan þau eru ung, en báðar hliðar eru sléttar og glansandi síðar; haustliturinn er gulur til rauðbrúnn. Blómin eru 10–15 mm í þvermál, með fimm krónublöð og 20 rjómahvíta fræfla; þau eru í hálfsveip 5 til 12 sm í þvermál síðla vors eða snemmsumars, and og eru frjóvguð af skordýrum. Berið er kringlótt til aflangt, 10–15 mm í þvermál, grænleitt til brúnt, með smáum og ljósum loftaugum þegar það þroskast að hausti.[3][4][5]
Það eru tvö afbrigði:[3]
- Sorbus torminalis var. torminalis. Evrópa, norðvestur Afríka.
- Sorbus torminalis var. caucasica. Kákasus og Alborz fjöll. Blöðin minna áberandi flipótt en á var. torminalis.
Nytjar og orðsifjar
[breyta | breyta frumkóða]Berin eru æt og bragðast svipað döðlum, þó séu nú sjaldan nýtt til matar. Þau eru vanalega of herpandi til að éta fyrr en þau eru ofþroskuð. Þau voru hefðbundin jurtalækning við iðrakveisu (colic); latínuheiti trésins, torminalis þýðir 'góð gegn iðrakveisu'. fyrir notkun á humlum, voru berin notuð til að bragðbæta bjór.
Vísindaleg flokkun
[breyta | breyta frumkóða]Flipareynir hefur stundum verið settur í eigin ættkvísl, Torminalis Medik. (ranglega Torminaria M.Roem. og Torminaria Opiz). Þetta er tvílitna tegund sem fjölgar sér með kynæxlun og getur myndað tví- og fjöllita blendinga með tegundum af undirættkvíslinni Aria. Allnokkrar mjög staðbundnar apomictic (fjölga sér með geldæxlun) fjöllitna tegundir af upphaflega blendingsuppruna milli Sorbus torminalis og ýmissa tegunda af undirættkvíslinni Aria fyrirfinnast í Evrópu, þar á meðal Sorbus latifolia (frá Fontainebleau), og Sorbus bristoliensis (frá Bristol).[3] Litningatalan er 2n = 34
Ytri tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Wild Service Tree at rhs.org.uk
Myndir
[breyta | breyta frumkóða]-
Blöð
-
Blóm
-
Blöð og ber
-
Haustlitur
-
Stofn og blaðskrúð
Viðbótar lesning
[breyta | breyta frumkóða]- Wedig Kausch-Blecken von Schmeling: Die Elsbeere. Bovenden 1994, ISBN 3-88452-925-0
- Roper, P. (1993) "The distribution of the Wild Service Tree Sorbus torminalis (L.) Crantz, in the British Isles", Watsonia, 19, pp.209-229: [1]
Ytri tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Wild Service Tree hjá rhs.org.uk
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Carl von Linné: Species Plantarum. 1, 1753, S. 476.
- ↑ Heinrich Johann Nepomuk von Crantz: Stirpium Austriarum Fasciculus 2, 1763, S.45.
- ↑ 3,0 3,1 3,2 3,3 Rushforth, K. (1999). Trees of Britain and Europe. Collins ISBN 0-00-220013-9.
- ↑ Mitchell, A. F. (1974). A Field Guide to the Trees of Britain and Northern Europe. Collins ISBN 0-00-212035-6
- ↑ Blamey, M. & Grey-Wilson, C. (1989). Flora of Britain and Northern Europe. ISBN 0-340-40170-2