Knappareynir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Knappareynir
Ber Knappareynis
Ber Knappareynis
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Reynisætt (Maloideae)
Ættkvísl: Reyniviður (Sorbus)
Undirættkvísl: Sorbus
Geiri: Commixtae[1]
Tegund:
S. americana

Tvínefni
Sorbus americana[2]
Marshall
Útbreiðsla Knappareynis
Útbreiðsla Knappareynis
Samheiti

Sorbus riparia Rafin.
Sorbus pumilus Rafin.
Sorbus microcarpa Pursh
Pyrus americana (Marsh.) DC.
Aucuparia americana (Marsh.) Nieuwland

Knapparreynir (Sorbus americana) er reynitegund.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Knappareynir er tiltölulega lítið tré, nær aðeins 12 metra hæð. Hann nær sinni mestu hæð á norðurströnd Huron-vatns og Superior-vatns.[4]

Hann líkist mikið Ilmreyni (Sorbus aucuparia).

  • Börkur: Ljósgrár, sléttur, yfirborð hreistrað. Árssprotar eru hærðir fyrst, seinna sléttir, brúnir með rauðum blæ og korkblettum,loks verða þær dekkri og pappírskennt ysta lagiðskilst auðveldlega frá.
  • Viður: Ljós brúnn; léttur, mjúkur, þéttur en lélegur. Sp. gr., 0.5451; þyngd á cu. ft., 33.97 lbs.
  • Vetrarbrum: dökk rauð, hvassydd, 0,6 til 1,9 á lengd. Innri brumhlífarblöð eru mjög loðnar og stækka með sprotanum.
  • Blöð: Stakstæð, samsett - fjaðurlaga, 15 til 25 sm löng, með með mjóum, grópuðum blaðstilk. Smáblöð 13 til 17 talsins lensulaga eða langegglaga, 5 - 7,5 sm löng, breidd helmingur til tveir þriðju af lengd, fíntennt nær að grunni, legglaus, endasmáblaðið stundum á legg 1,5 sm löngum. Þau koma úr bruminu með fíngerðri hæringu, samanbrotin; fullútsprungin eru þau slétt, dökk gulgræn að ofan og ljósari að neðan. Haustlitur er hreingulur. Axlarblöð eru blaðlaga og skammlíf.
  • Blóm: Júlí, eftir að blöðin eru útsprungin. Hvít, í flötum hálfsveip, allt að 14sm í þvermál.
  • Ber: Nær kúlulaga, 7,5 til 8 sm í þvermál, í klösum. Þroskast í októbe og stendur á trénu allan veturinn. Aldinin eru æt en súr, með mikilli eplasýru (malic acid).[4]

Litningafjöldi 2n=34

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Upprunninn úr austurhluta Norður Ameríku;

  • Austur-Kanada – New Brunswick, Nýfundnaland, Nova Scotia, Ontario, Prince Edward eyju, Quebec[5]
  • Norðaustur-Bandaríkin – Connecticut, Maine, Massachusetts, New Hampshire, New Jersey, New York, Pennsylvania, Vermont
  • Norður til mið Bandaríkin – Illinois [n. (Ogle Co.)], Michigan, Minnesota, Wisconsin. skráð sem í hættu af Illinois ríki[6]
  • Suðaustur Bandaríkin – Appalachiafjöll, Georgia, Maryland, Norður Carolina, Tennessee, Virginia, West Virginia

Ræktun[breyta | breyta frumkóða]

Erlendis[breyta | breyta frumkóða]

Knappareynir er ræktaður sem skrauttré í einka- og almenningsgörðum. Hann kýs raka og frjóan jarðveg, jafnvel við mýrajaðar, en nýtur sín í grýttum fjallshlíðum. Afbrigði af honum (Sorbus americana 'Dwarfcrown') er nokkuð notað í görðum og sem götutré.[8]

Á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Hefur reynst harðgerður og þrifist mjög vel[3]. Aðallega til í grasagörðunum.

Myndir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.