Jose Mourinho

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

José Mário dos Santos Félix Mourinho (fæddur 26. janúar 1963 í bænum Setúbal í Portúgal) er knattspyrnustjóri liðsins Manchester United á Englandi. Hann er 175 á hæð.

Ferill sem knattspyrnustjóri[breyta | breyta frumkóða]

Jose Mourinho hefur stjórnar þremur portúgölskum liðum (Benfica, U.D. Leiria, F.C. Porto) og gerði Porto annars að sigurvegurum í meistaradeild Evrópu árið 2004, unnu Monaco frá Frakklandi 3-0 í úrslitaleik. Því næst fór hann til Englands að þjálfa Chelsea frá London og gerði þá að tvöföldum Englandsmeisturum tímabilin 2004-2005 og 2005-2006. Eftir að hann náði ekki að gera Chelsea að meisturum tímabilið 2006-2007 var hann rekinn. 2. júní 2008 tók hann við Internazionale frá Ítalíu. Vann hann með Inter þrennuna (ítalska deildinn,ítalski bikarinn og meistardeildinn) árið 2010, eftir það timabil skrifaði hann undir hjá Real Madrid 2013 Jose Mourinho, nýráðinn þjálfari Chelsea, segir að hann sé ennþá sérstakur og að það sé erfitt að bera annan þjálfara saman við hann. Mourinho verður við stjórnvölin hjá Chelsea á næsta tímabili en hann stýrði einnig liðinu á árunum 2004 til 2007 með góðum árangri. Mourinho hefur síðan unnið meistaratitla með bæði Inter á Ítalíu og Real Madrid á Spáni.

"Til þess að verða meistari þarftu sérstaka hæfileika. Að vera sérstakur krefst þess að maður nái öllu því besta úr sjálfum sér og þeim sem eru að spila fyrir mann. Ég held að það sé ekki neinn betri í sínu starfi en ég í heiminum," sagði Mourinho.

"Ég vil ekki vera kallaður goðsögn en ég hef átt frábæran feril sem erfitt er toppa. Ég eyði ekki of miklum tíma í að fagna titlum vegna þess að ég vil aldrei fá þá tilfinningu að þetta sé síðasti titillinn sem ég vinn. Ég held að það sé nokkuð sjálfgefið að ég komi til með að vinna fleiri titla á mínum ferli," sagði Mourinho að lokum og augljóslega stutt í hrokann hjá þessum litríka Portúgala.

Jose Mourinho - Inter Mailand (5).jpg

Titlar sem knattspyrnustjóri[breyta | breyta frumkóða]