Ipswich Town F.C.
Ipswich Town Football Club | |||
Fullt nafn | Ipswich Town Football Club | ||
Gælunafn/nöfn | The Blues, Tractor Boys | ||
---|---|---|---|
Stofnað | 1878 | ||
Leikvöllur | Portman Road | ||
Stærð | 30,056 | ||
Stjórnarformaður | Mike O'Leary | ||
Knattspyrnustjóri | Kieran Mckenna | ||
Deild | Enska meistaradeildin | ||
2024-25 | Enska úrvalsdeildin, 19. sæti af 20. | ||
|
Ipswich Town Football Club er enskt knattspyrnufélag í borginni Ipswich, Suffolk, England. Knattspyrnufélagið keppir nú í Ensku meistaradeildinni, sem er næstefsta atvinnumannadeild í enskri knattspyrnu.
Félagið var stofnað árið 1878 en varð ekki atvinnufélag fyrr en 1936; Félagið var kjörið í knattspyrnudeildina árið 1938. Ipswich unnu deildina í 1961-62, sem var fyrsta tímabilið þeirra í efstu deild. Þeir enduðu í öðru sæti tímabilin 1980-81 og 1981-72. Þeir enduðu í efstu sex sætunum í efstu deildinni í tíu ár og unnu Enska bikarann árið 1978 og Evrópubikarann 1981. Þeir hafa aldrei tapað heimaleik í Evrópu keppnum.[1]
Ipswich hefur spikað heimaleiki sína á Portman Road síðan 1884. Hefðbundnir heimalitir félagsins eru bláar treyjur með hvítum stuttbuxum og bláum sokkum. Þeir eiga í langvarandi keppni við Norwich City, sem þeir keppa við í East Anglia derby.[2]
Árið 2024 tryggði félagið sig upp í ensku úrvalsdeildina. Það var þar síðast 2001-2002.
Hermann Hreiðarsson var um tíma hjá félaginu.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Fyrstu árin og innkoma í ensku knattspyrnudeildina (1878-1954)
[breyta | breyta frumkóða]Félagið var stofnað sem áhugamannalið árið 1878 og var þekkt sem Ipswich A.F.C. þar til árið 1888 þegar það sameinaðist Ipswich Rugby Club og myndaði Ipswich Town Football Club.[3] Liðið vann nokkrar bikarkeppnir, þar á meðal Suffolk Challange Cup og Suffolk Senior Cup.[4] Eftir að hafa spilað í Norfolk & Suffolk-deildinni frá 1899 og South East Anglian-deildinni á milli 1903 og 1906, byrjuðu þeir í Southern Amateur-deildinni árið 1907, eftir góðan árangur urðu þeir meistarar 1921-22 tímabilinu.[5] Félagið vann deildina þrisvar sinnum til viðbótar, árin 1929-30, 1932-33 og 1933-34, áður en það varð eitt af stofnendum Eastren Counties knattspyrnudeild í lok 1934-35 tímabilsins. Ári síðar varð félagið að atvinnufélagi og byrjaði að spila í Southern-deildinni, sem þeir unnu fyrsta tímabilið og lentu í þriðja sæti eftir það.[6]
Ipswich var kjörið í ensku knattspyrnudeildina 30. maí, 1938 og spilaði í Third Division South þar til lok tímabilsins 1953-54, þegar liðið vann titilinn og kom upp um deild.
Tilvísunir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Alexander, David (1 nóvember 2002). „Bent relives Ipswich glory days to give Royle perfect start“. The Guardian (bresk enska). ISSN 0261-3077. Sótt 22 júní 2025.
- ↑ „EAST ANGLIAN DERBY | Ipswich Town | Club | Club History | Club History“. www.itfc.premiumtv.co.uk. Afrit af upprunalegu geymt þann 3 maí 2008. Sótt 22 júní 2025.
- ↑ „Pride of Anglia - Ipswich Town Football Club“. www.tmwmtt.com. Sótt 22 júní 2025.
- ↑ „Pride of Anglia - Ipswich Town Football Club“. www.tmwmtt.com. Sótt 22 júní 2025.
- ↑ „SAL Archive Site“. www.salarchives.co.uk. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. mars 2009. Sótt 22 júní 2025.
- ↑ „Ipswich Town F.C.“, Wikipedia (enska), 10 júní 2025, sótt 22 júní 2025
