Fara í innihald

Ipswich Town F.C.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ipswich Town)
Ipswich Town Football Club
Fullt nafn Ipswich Town Football Club
Gælunafn/nöfn The Blues, Tractor Boys
Stofnað 1878
Leikvöllur Portman Road
Stærð 30,056
Stjórnarformaður Mike O'Leary
Knattspyrnustjóri Kieran Mckenna
Deild Enska meistaradeildin
2024-25 Enska úrvalsdeildin, 19. sæti af 20.
Heimabúningur
Útibúningur

Ipswich Town Football Club er enskt knattspyrnufélag í borginni Ipswich, Suffolk, England. Knattspyrnufélagið keppir nú í Ensku meistaradeildinni, sem er næstefsta atvinnumannadeild í enskri knattspyrnu.

Félagið var stofnað árið 1878 en varð ekki atvinnufélag fyrr en 1936; Félagið var kjörið í knattspyrnudeildina árið 1938. Ipswich unnu deildina í 1961-62, sem var fyrsta tímabilið þeirra í efstu deild. Þeir enduðu í öðru sæti tímabilin 1980-81 og 1981-72. Þeir enduðu í efstu sex sætunum í efstu deildinni í tíu ár og unnu Enska bikarann árið 1978 og Evrópubikarann 1981. Þeir hafa aldrei tapað heimaleik í Evrópu keppnum.[1]

Ipswich hefur spikað heimaleiki sína á Portman Road síðan 1884. Hefðbundnir heimalitir félagsins eru bláar treyjur með hvítum stuttbuxum og bláum sokkum. Þeir eiga í langvarandi keppni við Norwich City, sem þeir keppa við í East Anglia derby.[2]

Árið 2024 tryggði félagið sig upp í ensku úrvalsdeildina. Það var þar síðast 2001-2002.

Hermann Hreiðarsson var um tíma hjá félaginu.

Fyrstu árin og innkoma í ensku knattspyrnudeildina (1878-1954)

[breyta | breyta frumkóða]

Félagið var stofnað sem áhugamannalið árið 1878 og var þekkt sem Ipswich A.F.C. þar til árið 1888 þegar það sameinaðist Ipswich Rugby Club og myndaði Ipswich Town Football Club.[3] Liðið vann nokkrar bikarkeppnir, þar á meðal Suffolk Challange Cup og Suffolk Senior Cup.[4] Eftir að hafa spilað í Norfolk & Suffolk-deildinni frá 1899 og South East Anglian-deildinni á milli 1903 og 1906, byrjuðu þeir í Southern Amateur-deildinni árið 1907, eftir góðan árangur urðu þeir meistarar 1921-22 tímabilinu.[5] Félagið vann deildina þrisvar sinnum til viðbótar, árin 1929-30, 1932-33 og 1933-34, áður en það varð eitt af stofnendum Eastren Counties knattspyrnudeild í lok 1934-35 tímabilsins. Ári síðar varð félagið að atvinnufélagi og byrjaði að spila í Southern-deildinni, sem þeir unnu fyrsta tímabilið og lentu í þriðja sæti eftir það.[6]

Ipswich var kjörið í ensku knattspyrnudeildina 30. maí, 1938 og spilaði í Third Division South þar til lok tímabilsins 1953-54, þegar liðið vann titilinn og kom upp um deild.

Tilvísunir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Alexander, David (1 nóvember 2002). „Bent relives Ipswich glory days to give Royle perfect start“. The Guardian (bresk enska). ISSN 0261-3077. Sótt 22 júní 2025.
  2. „EAST ANGLIAN DERBY | Ipswich Town | Club | Club History | Club History“. www.itfc.premiumtv.co.uk. Afrit af upprunalegu geymt þann 3 maí 2008. Sótt 22 júní 2025.
  3. „Pride of Anglia - Ipswich Town Football Club“. www.tmwmtt.com. Sótt 22 júní 2025.
  4. „Pride of Anglia - Ipswich Town Football Club“. www.tmwmtt.com. Sótt 22 júní 2025.
  5. „SAL Archive Site“. www.salarchives.co.uk. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. mars 2009. Sótt 22 júní 2025.
  6. „Ipswich Town F.C.“, Wikipedia (enska), 10 júní 2025, sótt 22 júní 2025
  Þessi knattspyrnugrein sem tengist Englandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.