Golfklúbbur Álftaness
Útlit
Golfklúbbur Álftaness (skammstafað GÁ) er íslenskur golfklúbbur staðsettur á Álftanesinu. Klúbburinn rekur golfvöllinn Álftanessvöll.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Klúbburinn var stofnaður 14. maí árið 2002. Sveitarfélagið Álftanes úthlutaði fljótlega eftir stofnun klúbbsins landi til afnota til ársins 2007. Sveitafélagið á helming í landinu en hinn helmingurinn er í einkaeign. Nánast öll vinna við golfvöllinn var lögð fram í sjálfboðavinnu. Golfvöllurinn, sem nefnist Álftanessvöllur er 9 holur. Unnið er að undirbúningi á nýju svæði fyrir framtíðarvöll sem verður til að byrja með 9 holu, par 34, hæfur keppnisvöllur.[1]