„Vladímír Pútín“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Lína 89: Lína 89:
Mótmæli gegn Pútín brutust út víða um Rússland og vinsældir hans dvínuðu nokkuð í september árið 2018 vegna fyrirhugaðrar hækkunar á eftirlaunaaldri í Rússlandi.<ref>{{Vefheimild |titill=Hækk­un eft­ir­launa­ald­urs mót­mælt|mánuður=2. september|ár= 2018|mánuðurskoðað=9. september |árskoðað=2018|útgefandi=mbl.is|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/09/02/haekkun_eftirlaunaaldurs_motmaelt/}}</ref><ref>{{Vefheimild |titill=Boðar óvinsælar breytingar á eftirlaunaaldri|mánuður=29. ágúst |ár=2018|mánuðurskoðað=9. september|árskoðað= 2018|útgefandi=Fréttablaðið|url=https://www.frettabladid.is/frettir/boar-ovinsaelar-breytingar-a-eftirlaunaaldri}}</ref>
Mótmæli gegn Pútín brutust út víða um Rússland og vinsældir hans dvínuðu nokkuð í september árið 2018 vegna fyrirhugaðrar hækkunar á eftirlaunaaldri í Rússlandi.<ref>{{Vefheimild |titill=Hækk­un eft­ir­launa­ald­urs mót­mælt|mánuður=2. september|ár= 2018|mánuðurskoðað=9. september |árskoðað=2018|útgefandi=mbl.is|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/09/02/haekkun_eftirlaunaaldurs_motmaelt/}}</ref><ref>{{Vefheimild |titill=Boðar óvinsælar breytingar á eftirlaunaaldri|mánuður=29. ágúst |ár=2018|mánuðurskoðað=9. september|árskoðað= 2018|útgefandi=Fréttablaðið|url=https://www.frettabladid.is/frettir/boar-ovinsaelar-breytingar-a-eftirlaunaaldri}}</ref>


Þann 15. janúar árið 2020 tilkynnti Pútín umfangsmiklar breytingar sem hann vill gera á rússnesku stjórnarskránni sem ætlað er að færa völd frá forsetaembættinu til þings­ins og rík­is­ráðs lands­ins. Breytingarnar, sem Pútin hugðist leggja í þjóðaratkvæðagreiðslu, munu gera eftirmann hans nokkuð valdaminni í forsetaembættinu en Pútín hefur verið. Sama dag og Pútín tilkynnti fyrirhuguðu breytingarnar baðst Dímítrí Medvedev lausnar fyrir ríkisstjórn sína og ríkisskattstjórinn [[Mikhaíl Misjústín]] var skipaður nýr forsætisráðherra.<ref>{{Vefheimild |titill=Rík­is­stjórn Rúss­lands sagði af sér|mánuður=15. janúar|ár= 2020|mánuðurskoðað=15. janúar|árskoðað=2020|útgefandi=mbl.is|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/01/15/rikisstjorn_russlands_sagdi_af_ser/|höfundur=Arnar Þór Ingólfsson}}</ref>
Þann 15. janúar árið 2020 tilkynnti Pútín umfangsmiklar breytingar sem hann vildi gera á [[Stjórnarskrá Rússlands|rússnesku stjórnarskránni]] sem ætlað var að færa völd frá forsetaembættinu til þings­ins og rík­is­ráðs lands­ins. Breytingarnar, sem Pútin hugðist leggja í þjóðaratkvæðagreiðslu, munu gera eftirmann hans nokkuð valdaminni í forsetaembættinu en Pútín hefur verið. Sama dag og Pútín tilkynnti fyrirhuguðu breytingarnar baðst Dímítrí Medvedev lausnar fyrir ríkisstjórn sína og ríkisskattstjórinn [[Mikhaíl Misjústín]] var skipaður nýr forsætisráðherra.<ref>{{Vefheimild |titill=Rík­is­stjórn Rúss­lands sagði af sér|mánuður=15. janúar|ár= 2020|mánuðurskoðað=15. janúar|árskoðað=2020|útgefandi=mbl.is|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/01/15/rikisstjorn_russlands_sagdi_af_ser/|höfundur=Arnar Þór Ingólfsson}}</ref>


Rússneska þingið samþykkti einnig með 383 atkvæðum gegn engu að þurrka út embættistíma Pútíns með stjórnarskrárbreytingunum. Samkvæmt þeirri breytingu mun Pútín geta gegnt embætti forseta til ársins 2036 ef hann ákveður að gefa aftur kost á sér.<ref>{{Vefheimild |titill=Fellir ellikerling Pútín?|mánuður=8. apríl|ár= 2020|mánuðurskoðað=8. apríl|árskoðað=2020|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|url=https://kjarninn.is/skodun/2020-04-07-fellir-ellikerling-putin/|höfundur=Gunnar Hólmsteinn Ársælsson}}</ref> Breytingarnar voru samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 1. júlí 2020.<ref>{{Vefheimild|titill=Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti breytingar Pútíns|url=https://www.ruv.is/frett/2020/07/01/yfirgnaefandi-meirihluti-samthykkti-breytingar-putins|útgefandi=RÚV|höfundur=Dagný Hulda Erlendsdóttir|ár=2020|mánuður=1. júlí|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=4. júlí}}</ref> Með stjórnarskrárbreytingunum var hjónaband einnig skilgreint sem samband milli karls og konu, fært var inn ákvæði sem felur í sér viðurkenningu á „forfeðrum sem létu [Rússum] eftir hugsjónir sínar og trú á guði“, bannað var að gera lítið úr framlagi [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] í [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjöldinni]] og bannað að leggja til að Rússar láti nokkurn tímann af hendi landsvæði sem þeir ráða yfir (til að mynda umdeild landsvæði eins og [[Kúrileyjar]] og [[Krímskagi|Krímskaga]]).<ref>{{Vefheimild|titill=Pútín vill guð og „hefðbundið“ hjónaband í stjórnarskrá|url=https://www.visir.is/g/202010952d|útgefandi=''Vísir''|höfundur=Kjartan Kjartansson|ár=2020|mánuður=3. mars|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=4. júlí}}</ref>
Rússneska þingið samþykkti einnig með 383 atkvæðum gegn engu að þurrka út embættistíma Pútíns með stjórnarskrárbreytingunum. Samkvæmt þeirri breytingu mun Pútín geta gegnt embætti forseta til ársins 2036 ef hann ákveður að gefa aftur kost á sér.<ref>{{Vefheimild |titill=Fellir ellikerling Pútín?|mánuður=8. apríl|ár= 2020|mánuðurskoðað=8. apríl|árskoðað=2020|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|url=https://kjarninn.is/skodun/2020-04-07-fellir-ellikerling-putin/|höfundur=Gunnar Hólmsteinn Ársælsson}}</ref> Breytingarnar voru samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 1. júlí 2020.<ref>{{Vefheimild|titill=Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti breytingar Pútíns|url=https://www.ruv.is/frett/2020/07/01/yfirgnaefandi-meirihluti-samthykkti-breytingar-putins|útgefandi=RÚV|höfundur=Dagný Hulda Erlendsdóttir|ár=2020|mánuður=1. júlí|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=4. júlí}}</ref> Með stjórnarskrárbreytingunum var hjónaband einnig skilgreint sem samband milli karls og konu, fært var inn ákvæði sem felur í sér viðurkenningu á „forfeðrum sem létu [Rússum] eftir hugsjónir sínar og trú á guði“, bannað var að gera lítið úr framlagi [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] í [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjöldinni]] og bannað að leggja til að Rússar láti nokkurn tímann af hendi landsvæði sem þeir ráða yfir (til að mynda umdeild landsvæði eins og [[Kúrileyjar]] og [[Krímskagi|Krímskaga]]).<ref>{{Vefheimild|titill=Pútín vill guð og „hefðbundið“ hjónaband í stjórnarskrá|url=https://www.visir.is/g/202010952d|útgefandi=''Vísir''|höfundur=Kjartan Kjartansson|ár=2020|mánuður=3. mars|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=4. júlí}}</ref>

Útgáfa síðunnar 4. júlí 2020 kl. 14:53

Vladímír Pútín
Владимир Путин
Forseti Rússlands
Núverandi
Tók við embætti
7. maí 2012
Í embætti
7. maí 2000 – 7. maí 2008
Forsætisráðherra Rússlands
Í embætti
15. ágúst 1999 – 7. maí 2000
Í embætti
8. maí 2008 – 7. maí 2012
Persónulegar upplýsingar
Fæddur7. október 1952 (1952-10-07) (71 árs)
Leningrad, Sovétríkjunum
MakiLjúdmíla Pútína (gift 1983; skilin 2014)
BörnMaría (f. 1985) og Katerína (f. 1986).
StarfLeyniþjónustumaður, stjórnmálamaður
Undirskrift

Vladímír Vladímírovítsj Pútín (Владимир Владимирович Путин á rússnesku) (f. 7. október 1952) er annar forseti Rússlands.

Hann útskrifaðist frá lögfræðideild Ríkisháskólans í Leníngrad árið 1975 og hóf störf hjá KGB. Á árunum 1985-1990 starfaði hann í Austur-Þýskalandi. Frá árinu 1990 gegndi hann ýmsum embættum, meðal annars í Ríkisháskólanum í Leníngrad, borgarstjórn Sankti-Pétursborgar og frá 1996 hjá stjórnvöldum í Kreml. Í júlí 1998 var hann skipaður yfirmaður FSB (arftaka KGB) og frá mars 1999 var hann samtímis ritari Öryggisráðs rússneska sambandslýðveldisins. Frá 31. desember 1999 var hann settur forseti rússneska sambandslýðveldisins en 26. mars 2000 var hann kosinn forseti. Hann var endurkjörinn 14. mars 2004. Hann varð forsætisráðherra frá 2008 til 2012 og var síðan aftur kjörinn forseti árin 2012 og 2018.

Vladímír Pútín talar auk rússnesku, þýsku og ensku. Hann var giftur Ljúdmílu Aleksandrovnu Pútínu til ársins 2014. Þau eiga saman tvær dætur, Maríu (f. 1985) og Katerínu (f. 1986).

Æviágrip

Pútín fæddist þann 7. október 1952 í Leníngrad í Sovétríkjunum og var yngstur þriggja barna foreldra sinna. Þegar hann var tólf ára byrjaði hann að æfa sambó og júdó. Hann er í dag með svart belti í júdó og er landsmeistari í са́мбо (stafsett á latnesku letri: sambó). Pútín lærði þýsku í gagnfræðiskóla í Sankti Pétursborg og talar hana reiprennandi.

Pútín hóf laganám í ríkisháskóla Leníngrad árið 1970 og útskrifaðist árið 1975. Á háskólaárunum gekk hann í sovéska kommúnistaflokkinn og var meðlimur hans til ársins 1991.

Starf hjá KGB

Árið 1975 gekk Pútín til liðs við leyniþjónustuna KGB. Hann vann í gagnnjósnum og fylgdist með útlendingum og erindrekum í Leníngrad. Frá 1985 til 1990 vann hann í Dresden í Austur-Þýskalandi.[1] Samkvæmt opinberri ævisögu Pútín brenndi hann leyniskjöl KGB í borginni til þess að koma í veg fyrir að þau féllu í hendur mótmælenda þegar Berlínarmúrinn féll.

Eftir að austur-þýska kommúnistastjórnin féll sneri Pútin aftur til Leníngrad árið 1990. Þegar reynt var að fremja valdarán gegn Mikhaíl Gorbatsjev árið 1991 segist Pútín hafa sagt af sér og staðið með ríkisstjórninni. Hann varð síðan eftir hrun Sovétríkjanna aðstoðarmaður Anatolíns Sobtsjak, borgarstjóra Pétursborgar frá 1991 til 1996.

Forstjóri FSB og forsætisráðherra

Árið 1996 var Pútín kallaður til starfa í Moskvu og varð árið 1998 forstjóri nýju rússnesku leyniþjónustunnar, FSB. Hann starfaði þar í eitt ár en árið 1999 skipaði Boris Jeltsín, forseti Rússlands, Pútín forsætisráðherra.[2] Jeltsín lýsti því jafnframt yfir að hann vildi að Pútín yrði eftirmaður sinn.[3] Pútín var nánast óþekktur þegar hann varð forsætisráðherra og fáir bjuggust við því að hann myndi endast lengi í embættinu, en hann varð fljótt vinsæll meðal rússneskrar alþýðu vegna óbilgirni sinnar í stríði Rússa við aðskilnaðarsinna í Téténíu.

Forseti (2000 – 2008)

Pútín sver forsetaeiðinn árið 2000 við hlið Boris Jeltsín, fráfarandi forseta.

Þann 31. desember 1999 sagði Jeltsín af sér og Pútín varð þar með starfandi forseti Rússlands í hans stað. Eitt af því fyrsta sem Pútín gerði í embætti var að skrifa undir tilskipun þess efnis að Jeltsín og fjölskylda hans yrðu ekki lögsótt fyrir spillingarmál sem höfðu komið upp í forsetatíð hans. Afsögn Jeltsíns leiddi til þess að forsetakosningar voru haldnar þremur mánuðum fyrr en stjórnarandstaðan hafði gert ráð fyrir. Pútín vann kosningarnar í fyrstu umferð með 53% greiddra atkvæða. Hann tók forsetaeiðinn þann 7. maí árið 2000.

Árið 2003 var samningur gerður við Téténa þar sem Téténía varð sjálfstjórnarhérað innan rússneska sambandsríkisins undir stjórn stríðsherra úr röðum fyrrverandi aðskilnaðarsinna. Pútín gerði einnig samninga við rússneska olígarka um stuðning þeirra við ríkisstjórn hans í skiptum fyrir að þeir héldu flestum völdum sínum.

Efnahagur Rússlands náði sér smám saman á strik upp úr árinu 1999 eftir efnahagskreppu sem ríkt hafði í kjölfar hruns Sovétríkjanna. Á fyrstu tveimur kjörtímabilum Pútíns jókst kaupmáttur Rússa um 72 prósent,[4] einkum vegna hækkunar á olíuverði.[5]

Pútín vann endurkjör árið 2004 með 71% greiddra atkvæða.

Forsætisráðherra (2008 – 2012)

Rússneska stjórnarskráin meinaði Pútín að bjóða sig fram í þriðja skipti í röð í forsetakosningunum árið 2008. Því studdi Pútín fyrrverandi kosningastjóra sinn, Dmítrí Medvedev, til embættisins.[2][6] Eftir sigur Medvedev gerðist Pútín sjálfur forsætisráðherra á ný og hélt þannig flestum völdum sínum á fjögurra ára forsetatíð Medvedev. Á þessum tíma brutust út fjöldamótmæli eftir þingkosningar þann 4. desember árið 2011 þar sem tugþúsundir Rússa mótmæltu meintu kosningasvindli.[7]

Forseti (2012 – 2018)

Árið 2012 bauð Pútín sig aftur fram til forseta með stuðningi Medvedev. Pútín vann kosningarnar þann 4. mars 2012 með 63.6% greiddra atkvæða. Þeir Medvedev skiptust því aftur á hlutverkum og Medvedev varð forsætisráðherra. Mikið var um ásakanir um kosningasvindl í forsetakjörinu og talsvert var um mótmæli gegn Pútín í og eftir kosningarnar. Alræmdasta uppákoman var mótmælagjörningur pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot þann 21. febrúar, en meðlimir hennar voru í kjölfarið handteknir.[8] Um 8.000 – 20.000 mótmælendur komu saman í Moskvu þann 6. maí. Um áttatíu þeirra særðust í átökum við lögreglu og um 450 voru handteknir. Gagnmótmæli um 130,000 stuðningsmanna Pútín voru haldin á Lúsnjiki-leikvanginum sama dag.

Eftir að Pútín settist á forsetastól á ný skrifaði hann undir lög sem þjörmuðu nokkuð að samfélagi hinsegin fólks í Rússlandi. Lögin beindust gegn „áróðri samkynhneigðra[9] og bönnuðu meðal annars notkun regnbogafánans og birtingu verka um samkynhneigð.

Eftir að Viktor Janúkóvitsj forseta Úkraínu, bandamanni Pútín, var steypt af stóli árið 2014 sendi Pútín rússneska hermenn inn á Krímskaga og hertók hann. Á meðan á hernáminu stóð var haldin nokkuð umdeild atkvæðagreiðsla þar sem Krímverjar kusu að slíta sig frá Úkraínu og gerast sjálfstjórnarhérað í rússneska sambandsríkinu.[10] Í kjölfarið brutust út átök í austurhluta Úkraínu milli úkraínsku ríkisstjórnarinnar og aðskilnaðarsinna í Donbass-héraði sem vildu einnig ganga til liðs við Rússland. Ríkisstjórn Pútín hefur sent hermenn til stuðnings skæruliðunum í Donbass en hefur jafnan neitað að um rússneska hermenn sé að ræða. Vegna meints brots á fullveldi Úkraínu hafa mörg ríki beitt Rússa efnahagsþvingunum frá árinu 2014, þar á meðal Ísland.

Pútín (til hægri) ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.

Þann 27. febrúar 2015 var leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, Boris Nemtsov, skotinn til bana stuttu frá Kremlinu í Moskvu, fáeinum dögum áður en hann ætlaði að taka þátt í friðargöngu til að mótmæla rússneskum hernaðarafskiptum í Úkraínu. Pútín skipaði sjálfur rannsóknarnefnd til að finna morðingjann.[11] Opinber skýring rannsóknarnefndarinnar er sú að morðið hafi verið framið af stuðningsmönnum Ramzans Kadyrov, forseta Téténíu og eins heitasta stuðningsmanns Pútíns. Tæpum þremur vikum fyrir morðið hafði Nemtsov lýst því yfir að hann óttaðist að Pútín myndi koma sér fyrir kattarnef.[12]

Þann 30. september 2015 skipaði Pútín inngrip rússneska hersins í sýrlensku borgarastyrjöldina til stuðnings Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Rússar hófu beina þátttöku í styrjöldinni í lok mánaðarins með loftárásum bæði á íslamska ríkið og á uppreisnarhópa sem nutu stuðnings alþjóðabandalags Bandaríkjanna.[13] Inngrip Rússa í styrjöldina hefur styrkt stöðu Assads verulega og stuðlað að því að sýrlenski stjórnarherinn hefur frá árinu 2015 smám saman endurheimt mikinn hluta þess landsvæðis sem glataðist til uppreisnarmanna í byrjun stríðsins.[14]

Ríkisstjórn Pútíns hefur verið ásökuð um að hafa haft afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016.[15] Í janúar árið 2017 lýsti bandarísk rannsóknarnefnd því yfir að fullvíst væri að Pútín hefði sett á fót áróðursherferð gegn Hillary Clinton og til stuðnings Donald Trump í kosningunum. Pútín hefur ætíð neitað að hafa haft nokkur afskipti af kosningunum.[16]

Forseti (2018 –)

Pútín var endurkjörinn árið 2018 og vann sitt fjórða kjörtímabil sem forseti Rússlands með um 76% greiddra atkvæða.[17] Í aðdraganda kosninganna hafði helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalnij, verið bannað að gefa kost á sér vegna skil­orðsbund­ins fang­els­is­dóms sem hann hafði vegna meints fjár­mála­m­is­ferl­is.[17] Eftirlitsmönnum kom ekki um allt saman um það hvort kosningarnar hefðu farið sómasamlega fram, en almennt voru þeir þó á sama máli um að samkeppnin við Pútín hefði verið lítil sem engin.[18]

Pútín hitti Donald Trump Bandaríkjaforseta á leiðtogafundi í Helsinki þann 18. júlí 2018. Stuttu fyrir fund forsetanna hafði ákæra verið lögð fram í Bandaríkjunum gegn 12 rússneskum leyniþjónustumönnum fyrir tölvuárás á flokksþing Demókrataflokksins og forsetaframboð Hillary Clinton árið 2016.[19] Á fundinum ítrekaði Pútín að Rússar hefðu ekkert haft að gera með tölvuárásirnar og Trump lýsti yfir að hann sæi „enga ástæðu“ til að draga orð Pútíns í efa.[20] Trump bauð Pútín í opinbera heimsókn til Washington í kjölfar fundarins.[21]

Mótmæli gegn Pútín brutust út víða um Rússland og vinsældir hans dvínuðu nokkuð í september árið 2018 vegna fyrirhugaðrar hækkunar á eftirlaunaaldri í Rússlandi.[22][23]

Þann 15. janúar árið 2020 tilkynnti Pútín umfangsmiklar breytingar sem hann vildi gera á rússnesku stjórnarskránni sem ætlað var að færa völd frá forsetaembættinu til þings­ins og rík­is­ráðs lands­ins. Breytingarnar, sem Pútin hugðist leggja í þjóðaratkvæðagreiðslu, munu gera eftirmann hans nokkuð valdaminni í forsetaembættinu en Pútín hefur verið. Sama dag og Pútín tilkynnti fyrirhuguðu breytingarnar baðst Dímítrí Medvedev lausnar fyrir ríkisstjórn sína og ríkisskattstjórinn Mikhaíl Misjústín var skipaður nýr forsætisráðherra.[24]

Rússneska þingið samþykkti einnig með 383 atkvæðum gegn engu að þurrka út embættistíma Pútíns með stjórnarskrárbreytingunum. Samkvæmt þeirri breytingu mun Pútín geta gegnt embætti forseta til ársins 2036 ef hann ákveður að gefa aftur kost á sér.[25] Breytingarnar voru samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 1. júlí 2020.[26] Með stjórnarskrárbreytingunum var hjónaband einnig skilgreint sem samband milli karls og konu, fært var inn ákvæði sem felur í sér viðurkenningu á „forfeðrum sem létu [Rússum] eftir hugsjónir sínar og trú á guði“, bannað var að gera lítið úr framlagi Sovétríkjanna í seinni heimsstyrjöldinni og bannað að leggja til að Rússar láti nokkurn tímann af hendi landsvæði sem þeir ráða yfir (til að mynda umdeild landsvæði eins og Kúrileyjar og Krímskaga).[27]

Ímynd og orðspor Pútíns

Vladímír Pútín í fríi árið 2007.

Pútín hefur notið mikilla vinsælda meðal rússneskrar alþýðu nánast frá því að hann tók við embætti.[28] Í skoðanakönnunum hefur Pútín oftast mælst með stuðning yfir 60% Rússa og hæst hefur stuðningur við hann mælst um tæp 90%.[2] Aðdáendur Pútíns þakka honum fyrir að koma á efnahagslegum stöðugleika eftir fjármálakreppu tíunda áratugarins og fyrir að gera Rússland að marktæku alþjóðaveldi á ný eftir tímabil auðmýkingar sem fylgdi í kjölfar hruns Sovétríkjanna.[4]

Pútín hefur verið duglegur að rækta karlmennskuímynd sína og hefur sett á svið ýmsa gjörninga til þess að viðhalda henni. Meðal annars hefur hann „fyrir tilviljun“ fundið gríska forngripi frá sjöttu öld er hann stakk sér til köfunarsunds í Svartahafi og haldið aftur af hlébarða í dýragarði sem ætlaði að ráðast á fréttamenn. Hann hefur nokkrum sinnum birt myndir af sér berum að ofan í fríi úti í náttúrunni í Síberíu.[29]

Tilvísanir

  1. Vera Illugadóttir (12. febrúar 2016). „Slagsmálahundurinn sem varð forseti“. RÚV. Sótt 25. desember 2018.
  2. 2,0 2,1 2,2 „Hvað getið þið sagt mér um Vladimír Pútín?“. Vísindavefurinn.
  3. „Krónprinsinn Vladímír Pútín“. DV. 10. ágúst 1999. Sótt 25. mars 2018.
  4. 4,0 4,1 „Hvað tekur við af Pútín?“. Stundin. 21. apríl 2018. Sótt 13. júní 2018.
  5. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson (6. mars 2018). „Skoðanakönnun um Pútín“. Kjarninn. Sótt 9. september 2018.
  6. „Pútín krýnir Medvedev sem arftaka sinn á forsetastóli“. Morgunblaðið. 11. desember 2007. Sótt 25. mars 2018.
  7. „Mótmæli um allt Rússland“. mbl.is. 10. desember 2011. Sótt 25. mars 2018.
  8. „Réttarhöld hafin yfir Pussy Riot“. RÚV. 30. júlí 2012. Sótt 25. mars 2018.
  9. „Lög gegn sam­kyn­hneigðum í Rússlandi“. mbl.is. 25. janúar 2013. Sótt 25. mars 2018.
  10. „Krímskagi formlega orðinn hluti af Rússlandi“. Vísir. 21. mars 2014. Sótt 25. mars 2018.
  11. „Pútín hefur umsjón með rannsókninni“. RÚV. 28. febrúar 2015. Sótt 25. mars 2018.
  12. „Morðið hafi verið þaulskipulagt“. RÚV. 28. febrúar 2015. Sótt 25. mars 2018.
  13. „Hvað eru Rúss­ar að gera í Sýr­landi?“. mbl.is. 30. september 2017. Sótt 22. september 2019.
  14. Sunna Ósk Loga­dótt­ir (18. mars 2018). „Rúss­ar leiddu Assad í átt að sigri“. mbl.is. Sótt 22. september 2019.
  15. „Tókst að sá ágrein­ingi meðal Banda­ríkja­manna“. mbl.is. 18. febrúar 2018. Sótt 25. mars 2018.
  16. „„Af hverju skiljið þið okk­ur ekki?". mbl.is. 19. nóvember 2018. Sótt 19. nóvember 2018.
  17. 17,0 17,1 „Pútín fagnaði í Moskvu“. mbl.is. 18. mars 2018. Sótt 25. mars 2018.
  18. „Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota“. Vísir. 20. mars 2018. Sótt 25. mars 2018.
  19. „Trump og Pútín hittast loksins í Helsinki“. Kjarninn. 16. júlí 2018. Sótt 20. júlí 2018.
  20. „Trump tekur upp hanskann fyrir Rússa“. Fréttablaðið. 16. júlí 2018. Sótt 25. mars 2018.
  21. „Trump býður Pútín í Banda­ríkja­heim­sókn“. Fréttablaðið. 19. júlí 2018. Sótt 25. mars 2018.
  22. „Hækk­un eft­ir­launa­ald­urs mót­mælt“. mbl.is. 2. september 2018. Sótt 9. september 2018.
  23. „Boðar óvinsælar breytingar á eftirlaunaaldri“. Fréttablaðið. 29. ágúst 2018. Sótt 9. september 2018.
  24. Arnar Þór Ingólfsson (15. janúar 2020). „Rík­is­stjórn Rúss­lands sagði af sér“. mbl.is. Sótt 15. janúar 2020.
  25. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson (8. apríl 2020). „Fellir ellikerling Pútín?“. Kjarninn. Sótt 8. apríl 2020.
  26. Dagný Hulda Erlendsdóttir (1. júlí 2020). „Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti breytingar Pútíns“. RÚV. Sótt 4. júlí 2020.
  27. Kjartan Kjartansson (3. mars 2020). „Pútín vill guð og „hefðbundið" hjónaband í stjórnarskrá“. Vísir. Sótt 4. júlí 2020.
  28. „Maður eins og Pútín“. mbl.is. 27. ágúst 2002. Sótt 9. september 2018.
  29. „Fimm skrýtnir gerningar Vladimír Pútíns og hálfguðshugmyndin“. Kjarninn. 18. desember 2014. Sótt 9. september 2018.


Fyrirrennari:
Sergei Stepasjín
Forsætisráðherra Rússlands
(1999 – 2000)
Eftirmaður:
Mikhaíl Kasjanov
Fyrirrennari:
Boris Jeltsín
Forseti Rússlands
(2000 – 2008)
Eftirmaður:
Dímítrí Medvedev
Fyrirrennari:
Viktor Zubkov
Forsætisráðherra Rússlands
(2008 – 2012)
Eftirmaður:
Dímítrí Medvedev
Fyrirrennari:
Dímítrí Medvedev
Forseti Rússlands
(2012 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti