Boris Nemtsov

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Boris Nemstov

Boris Jeffímóvitsj Nemtsov (rússneska: Бори́с Ефи́мович Немцо́в; 9. október 195927. febrúar 2015) var rússneskur vísindamaður og stjórnmálamaður. Ferill hans gekk vel á tíunda áratugnum undir stjórn Borisar Jeltsíns en frá árinu 2000 hafði hann verið opinskár andstæðingur Vladímírs Pútíns.[1] Hann var skotinn og dó í febrúar 2015 vegna skoðana sinna til stuðnings rússnesku lýðræði á brú nálægt Kreml og Rauða torginu í Moskvu.

Talið er að stuðningsmenn Pútíns hafi staðið bak við dráp Nemtsovs, en Pútín hafði opinberlega fordæmt morðið.[2] Áður en hann var drepinn hafði Nemstov verið að skipuleggja mótmæli gegn Pútin og stefnu hans í sambandi við kreppuna í Úkraínu.[2] Hann hafði sagt nýlega í viðtali að hann óttaðist um að Pútín myndi reyna að drepa hann.[2]

Áður en hann var drepinn var Nemtsov samformaður í Lýðveldisflokki Rússlands, meðlimur í héraðsþinginu í Jaróslavl og einn leiðtoganna andstæðingahreyfingunnar Solidarnost.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Nemtsov skotinn til bana“, RÚV, skoðað þann 1. mars 2015.
  2. 2,0 2,1 2,2 Morðið hafi verið þaulskipulagt“, RÚV, skoðað þann 1. mars 2015.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.