Alríkislögregla Rússneska Sambandsríkisins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Alríkislögregla Rússneska Sambandsríkisins (FSB)rússnesku: ФСБ, Федеральная служба безопасности Российской Федерации; Federal'naya sluzhba bezopasnosti Rossiyskoy Federatsii) er mikilvægasta öryggisstofnun Rússneska sambandsríkisins og meginarftaki leyniþjónustustofnana frá tímum Sovétríkjanna kennd við Cheka, NKVD og KGB.

FSB er ábyrgt fyrir öryggi Rússneska sambandsríkisins og hefur til þess afar víðtækar heimilidir.

FSB er ábyrgt fyrir öryggi Rússneska sambandsríkisins. Stofnunin sinnir gagnnjósnum, innra öryggi og öryggi landamæra, barátta gegn hryðjuverkastarfssemi og skipulagðri glæpastarfssemi, og innra eftirlit, ma. með hernum. Allt lögreglustarf innan ríkjanna heyrir undir FSB ef þörf þykir.

Meginstarfssemi FSB er innan Rússneska sambandsríkisins en njósnir á erlendri grund eru á vegum sérstakrar stofnunar, Utanríkisleyniþjónusta Rússneska Sambandsríkisins (SVR). Undantekning á þessu er að FSB sinnir rafrænum njósnum erlendis.

Stofndagur FSB markast við 3. apríl 1995 þegar Boris Yeltsin þáverandi forseta Rússlands undirritaði lög þar sem fyrirrennarinn Alríkisstofnun gagnnjósna (skammstöfuð FSK), fékk nýtt heiti, FSB og aukin völd til gagnnjósna innan Rússlands.

Fjöldi starfsmanna FSB hefur ekki verið gefinn upp en talið er að allt að 350.000 manns vinni fyrir stofnunina.

Höfuðstöðvar FSB eru í fyrrum höfuðstöðvum KGB við Lubyanka Torg í miðborg Moskvu.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Við lok seinni hluta áttunda áratugarins, þegar ríkisstjórn og efnahagur Sovétríkjanna voru að falli komin lifði leyniþjónustan KGB betur en flestir ríkisstofnanir, naut minni niðurskurðar starfsfólks og fjárhags. Stofnunin var engu að síður lögð niður tekin í sundur, eftir að öfl innan KGB tóku þátt í tilraun til valdaráns í ágúst 1991 gegn Mikhail Gorbachev þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna.


Í ársbyrjun 1992 sá þáttur KGB sem bar ábyrgð á innra öryggi settur inn í ráðuneyti öryggismála. Tveimur árum síðar var Alríkisstofnun gagnnjósna (skammstöfuð FSK), sem laut stjórnar forseta.

Fyrirrennari FSB, Alríkisstofnun gagnnjósna (skammstöfuð FSK), var breytt með lögum frá báðum deildum Rússneska þingsins og samþykkt af þann 3. apríl 1995 af Boris Yeltsin þáverandi forseta Rússlands. Starfsseminni var gefið heitið FSB og veitt henni frekari völd, ma. að fylgjast með einkaheimilum og að sinna gagnnjósnum innan Rússlands sem og erlendis en þá í samstarfi við þá stofnun Rússneska ríkisins sem bar ábyrgð á njósnastarfssemi erlendis (SVR).

Lítið hefur farið fyrir boðuðum umbótum á þeirri stofnana sem sinntu leyniþjónustu innan Rússlands. FSB og aðrar stofnanir sem safna upplýsingum erlendis (SVR) og Alríkisstofnunin fyrir fjarskipti og upplýsingatækni Rússneska ríkisins) hafa að mestu verið óhreyfðar og lýtur friðhelgi gagnvart skoðun löggjafar- og dómsvalds.

Nokkrar takmarkanir voru þó settar á innlenda eftirlitsstarfsemi FSB, t.d. var dregið úr njósnum og eftirliti FSB á trúarstofnunum og hjálparstofnunum. Eftir sem áður hefur FSB verið stjórnað af fyrrum starfsmönnum KGB. Lítið var gert til að kanna fyrrum starfsemi KGB eða notkun þeirra á leyniþjónustugögnum.

Árið 1998 skipaði Boris Yeltsin þáverandi forseti fyrrum KGB foringja Vladimir Putin sem forstöðumann FSB. Hann tók síðar við forsetaembættinu af Yeltsin. Að auki var FSB beitt gegn starfssemi stéttarfélaga í Síberíu og uppgangi harðlínuafla til hægri í rússneskum stjórnmálum. Sem forseti jók Pútín enn völd FSB með því að efla starfssemi gagnnjósna, til að berjast skipulagðri glæpastarfsemi, og bæla niður aðskilnaðarsinna Téténíu.

FSB er stærsta öryggisþjónusta Evrópu og þykir afar skilvirk í gagnnjósnum. FSB hefur verið gagnrýnd fyrir að brjóta á mannréttindum með því að hylja sovéskar rætur sínar í KGB. Að auki hefur FSB verið gagnrýnst fyrir að hafa búið til mál á hendur pólitískum andstæðingum ríkjandi stjórnvalda og að nota ógnanir til að ráða njósnara FSB. Að auki hefur FSB verið gagnrýnt fyrir að hafa sótt að þeim rússnesku fræðimönnum sem hafa verið í rannsóknarsamstarfi við vestræna sérfræðinga á sviði afvopnunar.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]