Fara í innihald

Næring

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
„Matarpíramídi“ framleiddur af USDA.

Næring er það þegar frumum og lífverum er gefið nauðsynlegt efni (í formi matar) til þess að lifa af. Hægt er að koma í veg fyrir og draga úr mörgum heilsuvandamálum með hollustufæði.

Mataræði lífverunnar er það sem hún étur og ræðst af því sem lífverunni líkar vel við að éta. Næringarráðgjafar eru einstaklingar sem sérhæfa sig í næringarfræði, áætlanagerð máltíða, efnahagsmálum, undirbúningi og svo framvegis. Þeir eru útlærðir til að gefa einstaklingum (bæði heilbrigðum og veikum) og samtökum örugg ráð um hvað er best að borða.

Slæmtt mataræði getur verið hættulegt heilbrigði einstaklingsins og valdið skortsjúkdómum eins og skyrbjúg, taugakröm og prótínkröm og sjúkdómum sem ógna heilbrigði eins og offitu og efnaskiptaheilkennum auk þess þrálátra kerfabundinna sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki og beinþynningu.

Næringarefni

[breyta | breyta frumkóða]
Tegund næringaefna
  1. undirstöðufrumefni
    1. orkuundirstöðufrumefni
    2. önnur undirstöðufrumefni
  2. snefilefni

Höfuðtegundir næringarefnanna eru sjö: Fita, kolvetni, prótín, steinefni, trefjaefni, vatn og vítamín. Snefilefni eru vítamín og steindir.

Undirstöðufrumefnin (fyrir utan trefjaefni og vatn) gefa orku sem er mæld með Júlum eða kílókaloríum. Kolvetni og prótín gefa 17 kJ (4 kkal) af orku á hvert gramm og fitur gefa 37 kJ (9 kkal) á hvert gramm.[1] Vítamín, steinefni, trefjar og vatn gefa enga orku en eru öll nauðsynleg af öðrum ástæðum.

Kolvetnis- og fitusameindir samanstanda af kolefnis-, vetnis- og súrefnisfrumeindum. Kolvetni geta verið einfaldar einsykrur (glúkósi, frúktósi og galaktósi) eða flóknar fjölsykrur (mjölvi). Fitur eru þríglýseríð gerð úr fitusýrueinliðum festum við glýseról. Sumar en ekki allar fitusýrur eru nauðsynlegar í mataræðinu, það er að segja að þær geti ekki myndast í líkamanum. Prótínsameindir innihalda niturfrumeindir. Einliður prótíns sem innihalda nitur eru amínósýrur, á meðal þeirra eru sumar nauðsynlegar amínósýrur. Þær eru ekki notaðar í efnaskiptum. Ef þær eru notaðar sem orka íþyngir losun nitursins nýrum.

Önnur snefilefni eru andoxunarefni (e. antioxidants) og jurtaefni (e. phytochemicals).

Flestar matvörur innihalda blöndu allra næringarefna. Maður þarf sum næringarefni reglulega en önnur öðru hverju. Ójafnvægi næringarefna geta valdið heilsubresti (bæði ofgnótt eða skortur næringarefnis).

Næringarkvilli

[breyta | breyta frumkóða]

Næringarkvilli eða eldiskvilli er hvers kyns sjúkdómur sem leggst á menn (og dýr) vegna ójafnvægis í fæði, það er að segja vannæringar eða ofnæringar af einhverju tagi.

Sjúkdómar vegna næringarkvilla

[breyta | breyta frumkóða]
Næringarefni Skortur Ofgnótt
orka sultur, kröm offita, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómur
einföld kolvetni ekkert sykursýki, offita
flókin kolvetni ekkert offita
mettuð fita lágt magn kynhormóna [2] hjarta- og æðasjúkdómur (að sögn flestra lækna og næringarfræðinga)
transfita ekkert hjarta- og æðasjúkdómur
ómettuð fita ekkert offita
fita vanupptaka vítamína sem leysast upp í fitu, kanínusultur (ef prótínneysla er mikil) hjarta- og æðasjúkdómur (að sögn sumra)
omega 3-fitur hjarta- og æðasjúkdómu blæðing
omega 6-fitur ekkert hjarta- og æðasjúkdómu, krabbamein
kólesteról ekkert hjarta- og æðasjúkdómu
prótín prótínkröm kanínusultur
natrín natríumskortur natríumdreyri, háþrýstingur
járn blóðleysi skorpulifur, hjartasjúkdómur
joð keppur, vanvirkni skjaldkirtils joðeituráhrif (keppur, vanvirkni skjaldkirtils)
A-vítamín augnkríma og náttblinda, lágt magn testósteróns A-vítamíneitrun (skorpulifur, hárlos)
B1-vítamín taugakröm
B2-vítamín sprungur á húðinni og þokuglæra
B3-vítamín húðkröm meltingartruflun, hjartsláttartruflun, fæðingargallar
B12-vítamín mergruni
C-vítamín skyrbjúgur niðurgangur sem saknar vessaþurrðar
D-vítamín beinkröm D-vítamíneitrun (vessaþurrð, uppköst, hægðatregða)
E-vítamín taugasjúkdómar E-vítamíneitrun (storkuvari: of mikil blæðing)
K-vítamín blæðing
kalsín beinþynning, kalkkrampi, carpopedal spasm, raddbandakrampi, hjartsláttartruflun þreyta, geðlægð, óreiða, lystarleysi, ógleði, uppköst, hægðatregða, brisbólga, ofsamiga
magnesín háþrýstingur þróttleysi, ógleði, uppköst, öndurarvandamál og blóðþrýstingsfall
kalín kalíumbrestur, hjartsláttartruflun blóðkalíumhækkun, hjartsláttur

Norrænt rit um næringarráðgjöf[óvirkur tengill]

  1. Berg J., J.L. Tymoczko og L. Stryer, Biochemistry 5. útg. (San Francisco: W.H. Freeman, 2002): 603.
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. mars 2014. Sótt 22. ágúst 2009.