Maurar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Maurar
Kjötætumaur borðar hunang
Kjötætumaur borðar hunang
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Undirfylking: Sexfætlur (Hexapoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Undirflokkur: Vængberar (Pterygota)
Ættbálkur: Æðvængjur (Hymenoptera)
Undirættbálkur: Broddvespur (Apocrita)
Yfirætt: Vespoidea
Ætt: Formicidae
Latreille, 1809
Undirættir

Maurar (fræðiheiti: Formicidae) eru félagsskordýr sem tilheyra ættbálki æðvængja líkt og vespur og býflugur. Maurar byggja sér vel skipulögð sem stundum hýsa milljónir einstaklinga sem skiptast í stéttir með ákveðið sérhæft hlutverk innan búsins og þar sem flest dýrin eru ófrjó og aðeins eitt kvendýr (drottningin) sér um að fjölga einstaklingum. Hjá sumum tegundum, til dæmis Formica rufa, finnast þó fleiri en ein drottning í búinu, hér um bil tvö hundruð hjá Formica rufa.

Maurar finnast nánast alls staðar í heiminum á þurru landi. Einu staðirnir þar sem þeir hafa ekki náð fótfestu eru Suðurskautslandið, Grænland, ákveðum Kyrrahafseyjum og Hawaii. Áætlað hefur verið að allt að þriðjungur lífmassa allra landdýra séu maurar og termítar.

Blökkumaur, algengasti maur í Evrópu, hefur fundist árlega frá 2002 á Íslandi og fyrst árið 1994 samkvæmt Náttúrufræðistofnun.

[1]

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. BlökkumaurNÍ. Skoðað 19. júlí 2020.