Súrefni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
   
Nitur Súrefni Flúor
  Brennisteinn  
Efnatákn O[1]
Sætistala 8[1]
Efnaflokkur Málmleysingi[1]
Eðlismassi 1,429[1] kg/
Harka Óviðeigandi
Atómmassi 15,9994[1] g/mól
Bræðslumark 50,35[1] K
Suðumark 90,18[1] K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Gas
Lotukerfið

Súrefni[1][2] eða ildi[1][2] er lit- og lyktarlaust[1] frumefni með efnatáknið O[1] og er númer átta í lotukerfinu. Súrefni er afar algeng lofttegund,[1] ekki bara á jörðu heldur líka annars staðar alheiminum.

Við yfirborð jarðar bindast tvær súrefnisfrumeindir saman til að mynda tvíatóma súrefni (súrefni á sameindarformi táknað með O2 oftast einfaldlega kallað súrefni).[1] Talið er að starfsemi blágerla með tilheyrandi súrefnisframleiðslu og koldíoxíðbindingu hafi umbreytt andrúmslofti jarðar fyrir um tveimur og hálfum til þremur milljörðum ára, en fyrir þann tíma var það súrefnissnautt[3]. Allsgnægt þess í seinni tíð hefur mestmegnis komið frá jarðneskum plöntum, sem að gefa frá sér súrefni við ljóstillífun. Í efri hluta andrúmsloftsins er einnig að finna einatóma súrefni (táknað O) og óson sem er þríatóma súrefni (O3).

Fyrr á öldum var talið að súrefni þyrfti til að mynda sýru og þaðan er nafnið komið.

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,00 1,01 1,02 1,03 1,04 1,05 1,06 1,07 1,08 1,09 1,10 1,11 1,12 Efnafræði
  2. 2,0 2,1 Eðlisfræði
  3. J. M. Olson (2006) Photosynthesis in the Archean era. Photosyn. Res. 88, 109–117 pdf

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Einkennismerki Wikiorðabókar
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.