Fara í innihald

Vistfræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vistfræði er vísindagrein sem snýst um rannsóknir á dreifingu og fjölda lífvera, atferli þeirra og samskipti við umhverfi sitt, jafnt hvað varðar ólífræna þætti á borð við veðurfar og jarðfræði, og lífræna þætti á borð við aðrar tegundir lífvera.

Mannavistfræði er skyld en sérstök grein vísindanna sem skoðar vistfræði manna, skipulögð verk mannkynsins, og umhverfi manna. Það tengist vistfræði, félagsfræði, mannfræði og öðrum vísindagreinum mjög náið.

Viðfangsefnum vistfræðanna er gjarnan skipt upp í vistkerfi, en gjarnan er talað um að Jörðin öll sé eitt vistkerfi, sem svo skiptist í önnur minni, t.d. lífríkið umhverfis Mývatn eða á Galápagoseyjum.

Vistfræði telst vera undirgrein af líffræði.

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.