Fjölveri
Útlit
Fjölveri er í félagsmannfræði það þegar kvenmaður á fleiri en einn eiginmann samtímis, þegar karl á fleiri en eina konu samtímis er það kallað fjölkvæni. Mannfræðingar telja að algengasta form fjölveris sé þegar tveir bræður giftast sömu konunni.
Fjölveri hefur lengi viðgengist í Tíbet, Nepal og meðal frumbyggja á norðurslóðum Kanada. Vitað er að það viðgekkst einnig meðal sumra þjóðbálka í Pólýnesíu áður fyrr.
Í abrahamískum trúarbrögðum er bann lagt við fjölveri.