Fara í innihald

Hænsnfuglar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hænsnfuglar
Villikalkúnn (Meleagris gallopavo)
Villikalkúnn (Meleagris gallopavo)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Galliformes
Temminck, 1820
Ættir

Hænsnfuglar (fræðiheiti: Galliformes) eru ættbálkur fugla sem inniheldur meðal annars kalkúna, rjúpu og fasana. Þetta eru allt tiltölulega þungir fuglar sem tína fræ og skordýr af jörðinni og eru því mikilvægir bæði sem frædreifarar og afræningjar. Margir af þessum fuglum eru veiðidýr sem menn veiða sér til matar.

Ættbálkurinn inniheldur um 290 tegundir sem lifa um allan heim nema á Suðurskautslandinu. Þær skiptast í fimm ættir: fashanaætt (meðal annars kalkúnar, nytjahænsn, akurhænur, fashanar og páfuglar), Odontophoridae (nýjaheimsakurhænur), perluhænsn, háleggjahænsn og trjáhænsn. Áður var þeim skipt í sjö ættir, en þrátt fyrir sérstætt útlit er ekki lengur talið að kalkúnar og orrar myndi sérstakar ættir vegna náins skyldleika þeirra við aðra fugla af fashanaætt.

Margir hænsnfuglar eru góðir hlauparar og forða sér frá rándýrum á fæti fremur en með því að fljúga. Karlfuglinn er litríkari en kvenfuglinn og tilhugalífið felur oft í sér skrautlegt sprang, fjaðrahristingar og hljóð. Flestir hænsnfuglar eru staðfuglar. Nokkrar tegundir hafa verið ræktaðar sem húsdýr.

  Þessi fuglagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.