Goðar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Goðar
Flórgoði (Podiceps auritus)
Flórgoði (Podiceps auritus)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Podicipediformes
Fürbringer, 1888
Ætt: Podicipedidae
Bonaparte, 1831
Ættkvíslir

Goðar (fræðiheiti: Podicipediformes) eru ættbálkur vatnafugla sem inniheldur aðeins eina ætt: Goðaætt og um tuttugu tegundir sem skiptast milli sex ættkvísla. Fuglarnir gera sér hreiður við stöðuvötn í Evrópu, Asíu og Kanada og á afviknum stöðum í Bandaríkjunum. Á veturna fara þeir að ströndinni. Þeir lifa á vatnaskordýrum, krabbadýrum og smáfiskum sem þeir kafa eftir. 3 tegundir í ættinni hafa orðið útdauða frá því árið 1500.

Hátterni[breyta | breyta frumkóða]

Þeir geta aðeins tekið á loft af vatni og sömuleiðis geta þeir aðeins lent á vatni. Þeir eru farfuglar sem lítið fljúga um utan við tímann sem þeir ferðast milli vetursvæða og sumarsvæða. Þeir gera sér hreiður við ferskvatn þar sem þeir byggja fljótandi hreiður bundið fast við gras. Þeir stunda einkvæni og eignast á bilinu 3 - 8 egg. Fæða þerra er helst smár fiskur en líka fræ og vatnaskordýr.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Gill, F & D Donsker (Eds). „www.worldbirdnames.org“. IOC World Bird Names (v 3.5). 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. október 2013. Sótt 28. desember 2013.
  • R. Hørring (1875 – 1943). Danmarks Fauna. Fugle II. Lomfugle, Stormfugle, Vandhøns, Tranefugle og Vadefugle. Gads Forlag/Dansk naturhistorisk Forening 1926. (Copyright udløbet)
  Þessi fuglagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.