Strútur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Strútar
Strútar á býli í Arisóna.
Strútar á býli í Arisóna.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Yfirættbálkur: Paleognathae
Ættbálkur: Struthioniformes
Latham, 1790
Ættir

Strútaætt (Struthionidae)
Nandúar (Rheidae)
Kasúar (Casuariidae)
Aepyornithidae
Dinornithidae
Kívífuglar (Apterygidae)

Strútar (fræðiheiti: Struthioniformes) eru ófleygir og ósyndir fuglar. Strútar lifa á allri afrísku savönnuni. Karlkyns strútar eru hvítir og gráir á meðan kvendýrið er brúnleitt á litinn. Strútar eru ófleygir því þeir hafa ekki lengur þann kamb sem fleygir fuglar hafa þar sem flugvöðvarnir eru festir við. Þótt strútar geti ekki flogið þá geta þeir hlaupið á allt að 70 km. hraða. Strútar geta farið allt að 50 kílómetra á klukkustund og 3-5 metra í hverju skrefi. Fætur strúta eru kraftmikilir og hafa þeir tvær klær og nota þær til þess að hlaupa og til þess að verja sig. Eitt spark frá strút getur drepið fullorðna manneskju.

Þótt strútar geti ekki flogið nota þeir vængina nokkuð mikið, þeir nota vængi sína sem segl þegar þeir eru að hlaupa og einnig nota þeir þá í mökunarferli sínu. Fundist hafa steingervingar af mögulegum forferðum strútsins og eru þeir um 40-70 milljón ára gamlir.

Strútar eru að meðaltali 2,1-2,7 metrar á hæð. Strútar verða að meðaltali 30-40 ára gamlir og verða að meðaltali 100-160 kg. á þyngd. Strútar lifa í litlum hópum sem samanstanda af einum „alpha male“ og nokkrum kvendýrum. Þegar strútar verpa þá setja þeir öll eggin í sama hreiðrið þar sem alfa karldýr og alfa kvendýr skiptast á því að liggja á eggjunum.

Útlit og líkamsbygging[breyta | breyta frumkóða]

Karlkyns strútar eru svartir og hvítir en kvendýrið er brúnt. Strútar eru stærstu fuglarnir og eru ófleygir. Þess í stað geta þeir hlaupið á allt að 70 km/klst. hraða. Þeir nota vængina í mökunarferli sínu og einnig nota þeir þá sem nokkurs konar segl þegar þeir hlaupa til þess að breyta um stefnu.

Fæða[breyta | breyta frumkóða]

Strútar eru aðalega grasætur en þeir borða einnig hnetur og stundum borða þeir litlar eðlur og skordýr.

Mökunarferli[breyta | breyta frumkóða]

Mökunartími strúta er frá mars, apríl til september. Lappir og háls karldýrsins verða eldrauð vegna aukins blóðflæðis. Þegar á mökunarferlinu stendur finna karldýrinn sér landsvæði og verja það, á meðan labba flokkar kvendýra á milli svæðanna og velja sér maka. Karl og kvendýrin makast með mörgum yfir mökunartímabilið. Til þess að fá athygli kvendýrsins dansar karldýrið og mjakar sér að kvendýrinu, þegar það er tilbúið þá leggst kvendýrið niður og leyfir karldýrinu að fara uppá hana. Þegar þessu er lokið og karldýrið er búið að makast með hinum kvendýrunum í flokknum þá grefur karldýrið grunna holu á besta staðnum á svæðinu hans. Þegar því er lokið þá leggja öll kvendýrin eggin sín í þessa holu. Þegar það er búið að leggja eggin finnur karldýrið sér félaga sem í langflestum tilfellum er ríkjandi kvendýrið.

Þegar ungarnir hafa klekjast út þá sér karldýrið um þau og sér um að ala þau upp. Ef tvö karldýr sem eru með afkvæmi mætast þá berjast þeir um hver fái að eiga ungana. Sá sem vinnur fær að halda báðum hópunum af ungum. Hugsunin bak við þetta er sú að þeir vilja vera með fleiri strúta sem eru frá honum í kringum sig.

Saga strútsins[breyta | breyta frumkóða]

Steingervingar hafa fundist af fleygum forfeðrum strútsins í Norður-Ameríku og Evrópu sem eru 40-70 milljón ára gamlir. Einnig hafa fundist steingervingar sem eru 40-55 milljón ára gamlir og hafa þeir fuglar misst flughæfnina og fundust þeir á sléttum Asíu. Þessir fuglar voru mun minni heldur en strúturinn sem þekkjast í dag. Fyrir um 12 milljónum ára fóru þeir að stækka og voru þeir orðnir mun stærri heldur en strúturinn sem við þekkjum í dag og var útbreiðslusvæði hans frá Mongólíu alveg niður til Suður-Afríku.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist