Fara í innihald

Náttúruferðamennska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ferðamaður í norsku friðlandi.

Náttúruferðamennska er ferðamennska þar sem markmiðið er náttúruskoðun eða náttúruupplifun af einhverju tagi. Náttúruferðamennska getur líka tengst lýðvísindum, ævintýraferðamennsku, og verið visthæf eða sjálfbær ferðamennska (þótt hún sé það alls ekki alltaf).[1] Náttúruferðamennska er þannig samheiti yfir ýmsar greinar ferðamennsku sem gera út á náttúruvætti, þjóðgarða, fuglaskoðun, hvalaskoðun eða aðra afþreyingu og áfangastaði í náttúrulegu umhverfi.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Anna Dóra Sæþórsdóttir og Rögnvaldur Ólafsson. „Áhrif virkjana á ferðamennsku og útivist“. Náttúrufræðingurinn. 79–80 (3–4): 104.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.