Kemi Badenoch
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Olukemi Olufunto Adegoke Badenoch, betur þekkt sem Kemi Badenoch, (f. 2. janúar 1980 í Wimbledon í London) er breskur kerfisfræðingur og stjórnmálamaður og núverandi leiðtogi breska Íhaldsflokksins. Hún tók við leiðtogaembætti flokksins þann 2. nóvember 2024 eftir sigur sinn í leiðtogakjöri flokksins. Forveri hennar, Rishi Sunak, sagði af sér leiðtogi flokksins sumarið 2024, þegar flokkur hans tapaði þingkosningum í landinu.[1]
Kemi Badenoch fæddist í London þann 2. janúar 1980 en fluttist þaðan til Nígeríu, þar sem hún bjó fram á unglingsár, en um tíma bjó hún líka í Bandaríkjunum. Hún sneri aftur til Bretlands þegar hún var 16 ára gömul. Kemi er með tvöfalt ríkisfang, nígerískt og breskt.
Kemi fékk lögfræðigráðu árið 2009 og árið 2017 tók hún sæti á breska þinginu. Á árunum 2019 til 2022 gegndi hún ýmsum ráðherrastöðum í ríkisstjórn Bretlands, meðal annars ráðherra jafnréttismála.
Hún sagði af sér ráðherraembætti í ríkisstjórn Boris Johnson árið 2022 vegna hneykslismáls sem snerist um ákæru á hendur Chris Pincher, sem var einn af æðstu þingmönnum Íhaldsflokksins, en hann var ákærður fyrir kynferðisbrot.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins“. mbl.is. 2. nóvember 2024. Sótt 4. nóvember 2024.