Edi Rama
Útlit
Þessi grein inniheldur engar heimildir. Vinsamlegast hjálpaðu til við að bæta þessa grein með því að bæta við tilvísunum í áreiðanlegar heimildir. Efni sem ekki styðst við heimildir gæti verið fjarlægt. |
Edi Rama | |
---|---|
Forsætisráðherra Albaníu | |
Núverandi | |
Tók við embætti 11. september 2013 | |
Forseti | Bujar Nishani Ilir Meta Bajram Begaj |
Forveri | Sali Berisha |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 4. júlí 1964 Tírana, Albaníu |
Stjórnmálaflokkur | Sósíalistaflokkurinn |
Maki | Matilda Makoçi (g. 1986; sk. 1991) Linda Basha (g. 2010) |
Börn | 2 |
Háskóli | Listaháskólinn í Tírana |
Starf | Stjórnmálamaður, listmálari |
Undirskrift |
Edi Rama (f. 4. júlí 1964) er albanskur stjórnmálamaður og listmálari sem hefur verið forsætisráðherra Albaníu frá árinu 2013 og formaður albanska Sósíalistaflokksins frá 2005. Hann var menningar-, ungmenna- og íþróttamálaráðherra frá 1998 til 2000. Hann var síðan kjörinn borgarstjóri Tírana árið 2000 og endurkjörinn árin 2003 og 2007.