Edi Rama
Útlit
Edi Rama | |
---|---|
![]() Edi Rama árið 2024. | |
Forsætisráðherra Albaníu | |
Núverandi | |
Tók við embætti 11. september 2013 | |
Forseti | Bujar Nishani Ilir Meta Bajram Begaj |
Forveri | Sali Berisha |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 4. júlí 1964 Tírana, Albaníu |
Stjórnmálaflokkur | Sósíalistaflokkurinn |
Maki | Matilda Makoçi (g. 1986; sk. 1991) Linda Basha (g. 2010) |
Börn | 2 |
Háskóli | Listaháskólinn í Tírana |
Starf | Stjórnmálamaður, listmálari |
Undirskrift | ![]() |
Edi Rama (f. 4. júlí 1964) er albanskur stjórnmálamaður og listmálari sem hefur verið forsætisráðherra Albaníu frá árinu 2013 og formaður albanska Sósíalistaflokksins frá 2005.[1]
Rama er fyrrverandi atvinnumaður í körfubolta og myndlistarmaður. Hann var menningar-, ungmenna- og íþróttamálaráðherra frá 1998 til 2000.[2] Hann var síðan kjörinn borgarstjóri Tírana árið 2000 og endurkjörinn árin 2003 og 2007.[3]
Rama vann fjórða kjörtímabil sitt sem forsætisráðherra eftir þingkosningar árið 2025. Hann hefur lagt áherslu á að koma Albaníu inn í Evrópusambandið sem fyrst.[4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Ný ríkisstjórn Albaníu tekin við“. RÚV. 15. september 2013. Sótt 13. maí 2025.
- ↑ Björn Malmquist (8. júní 2025). „Berjast við landlæga spillingu til að komast inn í Evrópusambandið“. RÚV. Sótt 9. júlí 2025.
- ↑ Ásgeir H. Ingólfsson (25. nóvember 2016). „„Við urðum öll einhvern veginn að lifa af"“. bls. 50–54.
- ↑ Markús Þ. Þórhallsson (14. maí 2025). „Sósíalistaflokkur forsætisráðherrans tryggði sér meirihluta“. RÚV. Sótt 14. maí 2025.
Fyrirrennari: Sali Berisha |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |
