Fara í innihald

Edi Rama

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Edi Rama
Edi Rama árið 2024.
Forsætisráðherra Albaníu
Núverandi
Tók við embætti
11. september 2013
ForsetiBujar Nishani
Ilir Meta
Bajram Begaj
ForveriSali Berisha
Persónulegar upplýsingar
Fæddur4. júlí 1964 (1964-07-04) (60 ára)
Tírana, Albaníu
StjórnmálaflokkurSósíalistaflokkurinn
MakiMatilda Makoçi (g. 1986; sk. 1991)
Linda Basha (g. 2010)
Börn2
HáskóliListaháskólinn í Tírana
StarfStjórnmálamaður, listmálari
Undirskrift

Edi Rama (f. 4. júlí 1964) er albanskur stjórnmálamaður og listmálari sem hefur verið forsætisráðherra Albaníu frá árinu 2013 og formaður albanska Sósíalistaflokksins frá 2005. Hann var menningar-, ungmenna- og íþróttamálaráðherra frá 1998 til 2000. Hann var síðan kjörinn borgarstjóri Tírana árið 2000 og endurkjörinn árin 2003 og 2007.