Fara í innihald

Leirkeragerð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Leirkeragerð á snúningshjóli.

Leirkeragerð kallast það þegar keramikhlutir eru gerðir af leirkerasmiðum úr leir og öðrum efnum, og brenndir við háan hita til að herða þá og gera þá endingarbetri. Helstu gerðir leirs eru jarðleir, steinleir og postulín, sem eru brenndar við misháan hita.

Leirkeragerð er ein af elstu uppfinningum mannsins og kom fram á sjónarsviðið fyrir Nýsteinöld. Leirfígúrur hafa fundist í tengslum við Gravette-menninguna frá því um 29.000 til 25.000 f.o.t. í Tékklandi, og leirker frá um 18.000 f.o.t. hafa fundist við Jiangxi í Kína. Elstu minjar um leirkeragerð hafa fundist í Japan (10.500 f.o.t.), Austurhéruðum Rússlands (14.000 f.o.t.), Afríku sunnan Sahara (9.400 f.o.t.), Suður-Ameríku (9.-7. árþúsundið f.o.t.) og Mið-Austurlöndum (7.-6. árþúsundið f.o.t.).

Leirmunagerð felst í því að móta hluti úr leir og brenna þá síðan við háan hita (600 til 1600˚C) á báli, í gryfju eða leirbrennsluofni. Hitinn veldur efnabreytingu í leirnum sem harðnar og verður samfelldur. Algengt er að móta nytjahluti úr leir, en leirkeragerð getur líka verið hreinræktuð myndlist. Eftir að hluturinn hefur verið brenndur er hægt að skreyta hann, til dæmis með málningu eða glerjun.

Helstu leirgerðir sem notaðar eru í leirkeragerð eru jarðleir, steinleir og postulín. Af þessum þremur er postulín sérstæðast og brennt við hæsta hitann. Allar þrjár gerðirnar eru ýmist glerjaðar eða óglerjaðar og skreyttar á mismunandi hátt í mismunandi tilgangi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.