Fara í innihald

Tvíbytna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tvíbytna frá Pólýnesíu
A catamaran for sailing competition of the type A-Cat.

Tvíbytna er tegund af bátum, oftast seglbátum, bæði í nútímamerkingu og eldri. Í nútímamerkingu er orðið oft haft um þannig báta sem hafa tvo samtengda skrokka (tvíbolungur).

Orðið tvíbytna hefur ýmsar aðrar merkingar. Það getur þýtt ker eða tunna, þ.e.a.s. ílát með tvo botna, en þýðir líka mjög djúpur pyttur eða stöðuvatn (sbr. tvíbytnuvatn). Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er sagt að tvíbytnur séu vötn sem hafi samrennsli undir jörðinni. Sumir segja að Baulárvallavatn sé slík tvíbytna. Einnig er sagt að sum tvíbytnuvötn hafi samrennsli undir jörðinni við hafið og þess vegna gæti þar flóðs og fjöru.

Tvíbytna er einnig haft í óeiginlegri merkingu um eitthvað sem virðist ótæmandi eins og þegar sagt er að ríkissjóður sé ekki tvíbytna og átt við að hann sé ekki óþrjótandi brunnur fjármagns.


  Þessi skipagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.